Lífið

Geiri selur gulu glæsibifreiðina

Glæsibifreiðin hefur verið seld fyrir tuttugu og fimm milljónir.
Glæsibifreiðin hefur verið seld fyrir tuttugu og fimm milljónir.

„Hún var í hálfan mánuð á sölu, svo kom tilboð upp á tuttugu og fimm milljónir og ég ákvað að selja hana,“ segir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir nokkru var gula Hummer-glæsibifreiðin sett á sölu og vakti það mikla athygli enda hefur bíllinn notið fádæma vinsælda. Hann komst í fréttirnar þegar fermingarbörn vildu leigja hana til að skutla sér í veislurnar en góðborgurum landsins fannst það hins vegar ekki hæfa slíkum sómadegi. Framhaldsskólanemar hafa hins vegar gjarnan nýtt sér þessa þjónustu til að fá skutl á skólaböll og má reikna með að þarna hafi nýir eigendur komist í feitt.

Ásgeir var staddur í einkaerindum í Prag og undi glaður við sitt. Var með tveimur vinum sínum að skoða glerverksmiðju og njóta lífsins.„Sá sem keypti bílinn er hins vegar búinn að selja hann aftur. Og sá kaupandi getur hrósað happi yfir því enda fæst ekki aftur leyfi fyrir svona glæsibifreið og gula limman verður því sú eina sinnar tegundar á landinu,“ segir Geiri. „Ég sjálfur bara rétt náði að koma honum inn í landið,“ bætir hann við og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.