Bókmenntafræðingur talar - Soffíu svarað 21. febrúar 2007 05:00 Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar