Nokkur orð um árásirnar á Ingibjörgu 21. febrúar 2007 17:12 Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun