Nokkur orð um árásirnar á Ingibjörgu 21. febrúar 2007 17:12 Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar