Innlent

BSRB í hart við Landspítalann

MYND/ÞÖK

BSRB hefur falið lögfræðingi að afla gagna um samninga sem Landspítalinn hefur gert við starfsmannaleigur. Fram kemur á vef bandalagsins að það hafi óskað eftir slíkum gögnum en í þeim var strikað yfir alla hluta samninganna þar sem tímakaup starfsmanna kemur fram.

Telur BSRB að spítalinn hafi varið yfir hundrað milljónum króna það sem af er þessui ári til starfsmannaleigna og segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, að leigurnar hafi orðað uppvísar að brjóta lög á starfsmönnum sínum með því að greiða undir umsömdum töxtum og hafa af því réttindi.

Það kunni líka að vera að starfsmannaleigur greiði meira til starfsmanna en taxtar kveði á um en þetta þurfi stéttarfélög að fá að vita til þess að geta rétt hlut starfsmanna. „Leyndin er óþolandi. Í skjóli hennar þrífst misréttið," segir Ögmundur á heimasíðu bandalagsins. „Við munum leita allra leiða til að fá leyndinni aflétt á Landspítalanum sem og öðrum opinberum stofnunum sem hafa samið við starfsmannaleigur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×