Bréf til borgarstjóra vegna listformsins graffiti 7. febrúar 2007 05:00 Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun