Gleðilegan dag umhverfisins 25. apríl 2007 05:00 Dagur umhverfisins er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar af manna völdum eru eitt mikilvægasta viðfangsefni mannkyns á þessari öld. Íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu og hafa lagt fram metnaðarfulla áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50-70% til ársins 2050. Markmiðinu á að ná með samdrætti í notkun jarðefnaeldsneytis, aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku og loftslagsvæns eldsneytis og aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til ýmissa ráða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hún hefur hvatt til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum, meðal annars með því að fella niður vörugjöld af metan-bílum og rafmagnsbílum og veita afslátt af vörugjöldum á tvíorkubílum. Þá hefur verið mælst til þess að ríkisstofnanir kaupi vistvæna bíla þegar þær endurnýja bílakost sinn. Markmiðið er að í lok árs 2012 verði 35% af bílum í eigu ríkisins knúin vistvænum orkugjöfum. Lög hafa verið sett sem koma í veg fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fari yfir þau mörk sem kveður á um í Kyoto-sáttmálanum, landgræðslu- og skógræktarverkefni hafa verið efld og fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti ríkisstjórnin að akstur allra bifreiða stjórnarráðsins yrði kolefnisjafnaður og að hið sama yrði gert vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis, frá og með næstu áramótum. Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu stjórnvalda er vinna að fræðsluverkefnum í samvinnu við frjáls félagasamtök til að upplýsa almenning um gróðurhúsaáhrif og aðgerðir til að draga úr þeim. Liður í þessari stefnu er útgáfa fræðsluritsins Skref fyrir skref sem gefið verður út í dag. Ritið er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Landverndar og því er ætlað að fræða okkur um hvað hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim. Ýmsir hafa boðað til viðburða í tilefni Dags umhverfisins. Upplýsingar um þá má nálgast á vef umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Dagur umhverfisins er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar af manna völdum eru eitt mikilvægasta viðfangsefni mannkyns á þessari öld. Íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu og hafa lagt fram metnaðarfulla áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50-70% til ársins 2050. Markmiðinu á að ná með samdrætti í notkun jarðefnaeldsneytis, aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku og loftslagsvæns eldsneytis og aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til ýmissa ráða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hún hefur hvatt til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum, meðal annars með því að fella niður vörugjöld af metan-bílum og rafmagnsbílum og veita afslátt af vörugjöldum á tvíorkubílum. Þá hefur verið mælst til þess að ríkisstofnanir kaupi vistvæna bíla þegar þær endurnýja bílakost sinn. Markmiðið er að í lok árs 2012 verði 35% af bílum í eigu ríkisins knúin vistvænum orkugjöfum. Lög hafa verið sett sem koma í veg fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fari yfir þau mörk sem kveður á um í Kyoto-sáttmálanum, landgræðslu- og skógræktarverkefni hafa verið efld og fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti ríkisstjórnin að akstur allra bifreiða stjórnarráðsins yrði kolefnisjafnaður og að hið sama yrði gert vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis, frá og með næstu áramótum. Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu stjórnvalda er vinna að fræðsluverkefnum í samvinnu við frjáls félagasamtök til að upplýsa almenning um gróðurhúsaáhrif og aðgerðir til að draga úr þeim. Liður í þessari stefnu er útgáfa fræðsluritsins Skref fyrir skref sem gefið verður út í dag. Ritið er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Landverndar og því er ætlað að fræða okkur um hvað hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim. Ýmsir hafa boðað til viðburða í tilefni Dags umhverfisins. Upplýsingar um þá má nálgast á vef umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar