Innlent

Lögreglan sektar málglaða ökumenn

Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið.

Hjá lögreglunni á Akranesi stendur nú yfir sérstakt átak til að ýta undir notkun handfrjáls símabúnaðar ökumanna sem og bílbeltanotkun. Í síðustu viku stöðvaði lögreglan ellefu ökumenn fyrir að nota ekki bílbelti en sekt við því er 10 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×