Hinn þögli meirihluti 20. október 2007 05:30 Á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn var talsverð spenna í loftinu. Nýr meirihluti hafði myndast í borgarstjórn, Björn Ingi Hrafnsson færði sig frá okkur fyrrverandi félögum sínum og yfir til nýrra vina. Margar spurningar lágu í loftinu; fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn? Hvernig ætlar hann að leysa augljós ágreiningsefni? Hvað verður um REI? Fjöldi fólks var á pöllunum og fundinum var útvarpað á netinu. Allir hlustendur, og ekki síst við sem sátum í borgarstjórnarsalnum, biðu spenntir eftir að heyra svörin. En þá brá svo við að hinir lýðræðiselskandi samræðustjórnmálamenn ákváðu að segja ekki orð á fundinum! Fyrir utan kurteislegar ræður hins nýkjörna borgarstjóra við upphaf og endi fundarins, þagði meirihlutinn þunnu hljóði. Það fékkst ekki einu sinni svar við spurningunni: Af hverju segið þið ekkert? Það var ekki einsog málefnin væru útrædd. Borgarbúar vildu fá svör við því hvað nýi meirihlutinn vildi gera í málefnum flugvallarins. Margrét Sverrisdóttir var kosin út á það að hann yrði áfram á sama stað. Hún myndi gera sig að pólitísku viðrini með því að samþykkja eitthvað annað. Borgarstjórinn telur hinsvegar að það sé lífsspursmál fyrir borgina að flugvöllurinn fari og það sem fyrst. Afstaða nýs meirihluta í samgöngumálum er líka út og austur. Framsóknarmenn og F-listi vilja mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en Vinstri-Grænir munu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar framkvæmdir hefjast. Og listinn er lengri. Nýi meirihlutinn er Reykjavík er enda ekki myndaður utan um málefni sem brenna á borgarbúum. Hann er myndaður utan um valdaþrá. Stólaskipti fremur en stefnuskrá. Og þessvegna þagði meirihlutinn á borgarstjórnarfundi, en sú þögn var hrópandi, einsog fulltrúarnir höfðu sjálfir verið á aukafundi í borgarráði 6 dögum fyrr. En þegar markmiðið náðist, og Björn Ingi hafði runnið á lyktina af áframhaldandi veisluhöldum í Orkuveituhúsinu, þótti ekki ástæða til að skýra borgarbúum frá stefnu nýrra valdhafa. Enda er stefnan ekki til. Og þegar leiðtoginn hefur ekki sagt Svandísi Svavarsdóttur og félögum hvað þau eiga að segja, finnst þeim betra að þegja. Enda alltaf ákveðin hætta á að menn segi skoðun sína, og þá fyrst er fjandinn laus. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn var talsverð spenna í loftinu. Nýr meirihluti hafði myndast í borgarstjórn, Björn Ingi Hrafnsson færði sig frá okkur fyrrverandi félögum sínum og yfir til nýrra vina. Margar spurningar lágu í loftinu; fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn? Hvernig ætlar hann að leysa augljós ágreiningsefni? Hvað verður um REI? Fjöldi fólks var á pöllunum og fundinum var útvarpað á netinu. Allir hlustendur, og ekki síst við sem sátum í borgarstjórnarsalnum, biðu spenntir eftir að heyra svörin. En þá brá svo við að hinir lýðræðiselskandi samræðustjórnmálamenn ákváðu að segja ekki orð á fundinum! Fyrir utan kurteislegar ræður hins nýkjörna borgarstjóra við upphaf og endi fundarins, þagði meirihlutinn þunnu hljóði. Það fékkst ekki einu sinni svar við spurningunni: Af hverju segið þið ekkert? Það var ekki einsog málefnin væru útrædd. Borgarbúar vildu fá svör við því hvað nýi meirihlutinn vildi gera í málefnum flugvallarins. Margrét Sverrisdóttir var kosin út á það að hann yrði áfram á sama stað. Hún myndi gera sig að pólitísku viðrini með því að samþykkja eitthvað annað. Borgarstjórinn telur hinsvegar að það sé lífsspursmál fyrir borgina að flugvöllurinn fari og það sem fyrst. Afstaða nýs meirihluta í samgöngumálum er líka út og austur. Framsóknarmenn og F-listi vilja mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en Vinstri-Grænir munu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar framkvæmdir hefjast. Og listinn er lengri. Nýi meirihlutinn er Reykjavík er enda ekki myndaður utan um málefni sem brenna á borgarbúum. Hann er myndaður utan um valdaþrá. Stólaskipti fremur en stefnuskrá. Og þessvegna þagði meirihlutinn á borgarstjórnarfundi, en sú þögn var hrópandi, einsog fulltrúarnir höfðu sjálfir verið á aukafundi í borgarráði 6 dögum fyrr. En þegar markmiðið náðist, og Björn Ingi hafði runnið á lyktina af áframhaldandi veisluhöldum í Orkuveituhúsinu, þótti ekki ástæða til að skýra borgarbúum frá stefnu nýrra valdhafa. Enda er stefnan ekki til. Og þegar leiðtoginn hefur ekki sagt Svandísi Svavarsdóttur og félögum hvað þau eiga að segja, finnst þeim betra að þegja. Enda alltaf ákveðin hætta á að menn segi skoðun sína, og þá fyrst er fjandinn laus. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar