Hinn þögli meirihluti 20. október 2007 05:30 Á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn var talsverð spenna í loftinu. Nýr meirihluti hafði myndast í borgarstjórn, Björn Ingi Hrafnsson færði sig frá okkur fyrrverandi félögum sínum og yfir til nýrra vina. Margar spurningar lágu í loftinu; fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn? Hvernig ætlar hann að leysa augljós ágreiningsefni? Hvað verður um REI? Fjöldi fólks var á pöllunum og fundinum var útvarpað á netinu. Allir hlustendur, og ekki síst við sem sátum í borgarstjórnarsalnum, biðu spenntir eftir að heyra svörin. En þá brá svo við að hinir lýðræðiselskandi samræðustjórnmálamenn ákváðu að segja ekki orð á fundinum! Fyrir utan kurteislegar ræður hins nýkjörna borgarstjóra við upphaf og endi fundarins, þagði meirihlutinn þunnu hljóði. Það fékkst ekki einu sinni svar við spurningunni: Af hverju segið þið ekkert? Það var ekki einsog málefnin væru útrædd. Borgarbúar vildu fá svör við því hvað nýi meirihlutinn vildi gera í málefnum flugvallarins. Margrét Sverrisdóttir var kosin út á það að hann yrði áfram á sama stað. Hún myndi gera sig að pólitísku viðrini með því að samþykkja eitthvað annað. Borgarstjórinn telur hinsvegar að það sé lífsspursmál fyrir borgina að flugvöllurinn fari og það sem fyrst. Afstaða nýs meirihluta í samgöngumálum er líka út og austur. Framsóknarmenn og F-listi vilja mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en Vinstri-Grænir munu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar framkvæmdir hefjast. Og listinn er lengri. Nýi meirihlutinn er Reykjavík er enda ekki myndaður utan um málefni sem brenna á borgarbúum. Hann er myndaður utan um valdaþrá. Stólaskipti fremur en stefnuskrá. Og þessvegna þagði meirihlutinn á borgarstjórnarfundi, en sú þögn var hrópandi, einsog fulltrúarnir höfðu sjálfir verið á aukafundi í borgarráði 6 dögum fyrr. En þegar markmiðið náðist, og Björn Ingi hafði runnið á lyktina af áframhaldandi veisluhöldum í Orkuveituhúsinu, þótti ekki ástæða til að skýra borgarbúum frá stefnu nýrra valdhafa. Enda er stefnan ekki til. Og þegar leiðtoginn hefur ekki sagt Svandísi Svavarsdóttur og félögum hvað þau eiga að segja, finnst þeim betra að þegja. Enda alltaf ákveðin hætta á að menn segi skoðun sína, og þá fyrst er fjandinn laus. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn var talsverð spenna í loftinu. Nýr meirihluti hafði myndast í borgarstjórn, Björn Ingi Hrafnsson færði sig frá okkur fyrrverandi félögum sínum og yfir til nýrra vina. Margar spurningar lágu í loftinu; fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn? Hvernig ætlar hann að leysa augljós ágreiningsefni? Hvað verður um REI? Fjöldi fólks var á pöllunum og fundinum var útvarpað á netinu. Allir hlustendur, og ekki síst við sem sátum í borgarstjórnarsalnum, biðu spenntir eftir að heyra svörin. En þá brá svo við að hinir lýðræðiselskandi samræðustjórnmálamenn ákváðu að segja ekki orð á fundinum! Fyrir utan kurteislegar ræður hins nýkjörna borgarstjóra við upphaf og endi fundarins, þagði meirihlutinn þunnu hljóði. Það fékkst ekki einu sinni svar við spurningunni: Af hverju segið þið ekkert? Það var ekki einsog málefnin væru útrædd. Borgarbúar vildu fá svör við því hvað nýi meirihlutinn vildi gera í málefnum flugvallarins. Margrét Sverrisdóttir var kosin út á það að hann yrði áfram á sama stað. Hún myndi gera sig að pólitísku viðrini með því að samþykkja eitthvað annað. Borgarstjórinn telur hinsvegar að það sé lífsspursmál fyrir borgina að flugvöllurinn fari og það sem fyrst. Afstaða nýs meirihluta í samgöngumálum er líka út og austur. Framsóknarmenn og F-listi vilja mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en Vinstri-Grænir munu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar framkvæmdir hefjast. Og listinn er lengri. Nýi meirihlutinn er Reykjavík er enda ekki myndaður utan um málefni sem brenna á borgarbúum. Hann er myndaður utan um valdaþrá. Stólaskipti fremur en stefnuskrá. Og þessvegna þagði meirihlutinn á borgarstjórnarfundi, en sú þögn var hrópandi, einsog fulltrúarnir höfðu sjálfir verið á aukafundi í borgarráði 6 dögum fyrr. En þegar markmiðið náðist, og Björn Ingi hafði runnið á lyktina af áframhaldandi veisluhöldum í Orkuveituhúsinu, þótti ekki ástæða til að skýra borgarbúum frá stefnu nýrra valdhafa. Enda er stefnan ekki til. Og þegar leiðtoginn hefur ekki sagt Svandísi Svavarsdóttur og félögum hvað þau eiga að segja, finnst þeim betra að þegja. Enda alltaf ákveðin hætta á að menn segi skoðun sína, og þá fyrst er fjandinn laus. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun