Innlent

Skrifað undir samninga vegna Djúpvegar á Vestfjörðum

Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar sömdu í dag um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Samningurinn tekur til 14,5 kíómetra kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð.

Auk vegagerðarinnar er innifalið í verkinu að smíða þrjár brýr, þá stærstu á Mjóafirði sem yrði 130 metra löng stálbogabrú en hinar eru 60 metra brú á Reykjarfirði og 10 m brú við Vatnsfjarðarós.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu nemur samningsupphæðin liðlega einum milljarði króna. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir 1. nóvember 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×