Lífið

Fimmtudags forleikurinn

Hljómsveitirnar Vicky Pollard, Út-Exit, Gordon Riots og Foreign Monkeys leika á vegum Fimmtudagsforleiks Hins hússins í kvöld. Foreign Monkeys eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2006. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er allir 16 ára og eldri velkomnir. Að venju er frítt inn.

Fimmtudagsforleikur Hins hússins er tónleikaröð sem er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri jafnframt því að fá reynslu í því að sjá um tónleika. Tónleika-raðirnar byggja á þeirri hugmyndafræði að: útvega aðstöðu og tækjabúnað til tónleikahalds og búa með því til vettvang í samstarfi við ungt tónlistarfólk þar sem að það getur öðlast reynslu í því að halda tónleika og koma tónlist sinni á framfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.