Lífið

Hendrix-orkudrykkur á markað

Nýr orkudrykkur, Liquid Experience, er væntanlegur í verslanir í Bandaríkjunum í apríl. Drykkurinn er nefndur eftir hljómsveitinni The Jimi Hendrix Experience.

„Að mynd af Jimi Hendrix og þær fallegu tilfinningar sem hann hefur skapað á ævi minni séu notaðar í auglýsingaskyni er lítillækkandi og veldur mér miklum vonbrigðum," sagði Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers, sem heitir réttu nafni Michael Balzary. Flea hefur lengi verið mikill aðdáandi Hendrix og ofbýður greinilega auglýsingamennskan í kringum hann.

Ímynd Hendrix, sem lést árið 1970 vegna ofneyslu lyfja, hefur verið notuð fyrir ýmsar vörur í gegnum árin, meðal annars fyrir barnaföt, ilmefni, lampa og jólaskraut. Að sögn Bruce Kuhlman, sem hefur umsjón með vörumerkinu Hendrix, hefur hluti af hagnaðinum ávallt runnið til menntamála, þar á meðal til sjóðs fyrir þeldökka Bandaríkjamenn.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem framleiðir Liquid Experience ætlar að heiðra minningu Hendrix með því að gefa hluta af hagnaðinum til stofnunar sem annast menntun tónlistarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.