Lífið

Hugi og Dolli fallast í faðma

Hugi og Adolf voru báðir sáttir með málalyktir og segjast vera orðnir hinir bestu vinir.
Hugi og Adolf voru báðir sáttir með málalyktir og segjast vera orðnir hinir bestu vinir. MYND/Pjetur

„Þetta var rosalega góður sáttafundur," segir sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson sem hefur verið við tökur efnis fyrir stuðningsmannaklúbb íslenska handboltalandsliðsins úti í Þýskalandi.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa Hugi og Auðunn Blöndal eldað grátt silfur við Adolf Inga Erlingsson íþróttafréttamann RÚV. Adolf, eða Dolli, hélt því fram að framganga þeirra hefði verið hneykslanleg meðan þeir sögðu Dolla hafa átt sinn þátt í því að þeim var úthýst úr þýskri handboltahöll.

Þremenningarnir hafa nú formlega grafið stríðsöxina og ákveðið að standa saman í stuðningi sínum við íslenska landsliðið.

„Það fór bara vel á með okkur og við erum orðnir hinir mestu mátar. Ég er meira að segja kominn með símanúmerið hans. Við gerðum smá mistök og báðumst afsökunar á því. Síðan var bara tekist í hendur og málið er dautt," segir Hugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.