Lífið

Pitt og Jolie ættleiða meira

MYND/AP
Brad Pitt og Angelina Jolie hafa í hyggju að ættleiða strák af Vietnömskum uppruna. Parið á þegar 3 börn, hinn fimm ára Maddox, Zahara sem er tveggja ára og hina níu mánaða gömlu Shiloh.

Heimildarmaður frá Víetnam greindi frá því að hjónakornin hafi þegar lokið allri pappírsvinnu varðandi ættleiðinguna. Pitt og Jolie hafa lengi verið opinská um óskir sínar um að ala upp börn af fleiri þjóðernum. Sonur þeirra Maddox fæddist í Kambódíu og dóttir þeirra Zahara fæddist í Eþíópíu. -Ef við ætlum okkur að eignast tíu börn þá viljum við ala þau upp meðan við erum enn ung- var haft eftir Jolie nýverið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.