Innlent

Stunginn þrisvar á Kárahnjúkum

Kínverskur starfsmaður á Kárahnjúkum særði annan starfsmann frá Ítalíu með hnífi upp úr miðnætti í nótt. Ítalinn særðist ekki alvarlega, hann fékk tvö stungusár á hendur og arma sem hann bar fyrir sig og eitt stungusár á kvið, sem ekki mun þó hafa verið mjög djúpt. Árásarmaðurinn var tekinn höndum í nótt og er enn í haldi lögreglu.

Hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur og telst málið upplýst. Ekki er vitað hvers vegna mönnunum sinnaðist með þessum málalyktum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×