Vaxandi álútflutningur stuðlar að auknum stöðugleika 31. maí 2007 06:00 Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og einsett sér að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðtækt jafnvægi á sem flestum sviðum er best til þess fallið að tryggja langvarandi hagvöxt og viðunandi starfsskilyrði fyrirtækja en um leið kaupmátt launafólks. Af einhverjum ástæðum vilja sumir skrifa það ójafnvægi, sem hér ríkir, á reikning ál- og orkuiðnaðar. Það á ekki við haldbær rök að styðjast. Þar vega aðrir þættir þyngra, aðallega breytingar á fasteignamarkaði, vaxandi einkaneysla, mikil samneysla og lækkun skatta. Vissulega hafa byggingaframkvæmdir við ál- og orkuver í för með sér viðskiptahalla meðan á þeim stendur þar sem flytja þarf inn mikið af fjárfestingarvörum. Sá halli er hins vegar ekki vandamál þegar horft er til þess að árlega mun áliðnaðurinn flytja út verðmæti fyrir hundruð milljarða næstu áratugina. Sá útflutningur hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð. Í þessu sambandi er oft talað um góðkynja viðskiptahalla þegar hann stafar af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja. Árið 2006 var ál flutt út fyrir ríflega 61 milljarð króna. Reiknað er með að útflutningurinn aukist um 75% á þessu ári og um 50% á því næsta og verði þá um 143 milljarðar. Þessi aukning er vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga og starfsemi Alcoa Fjarðaáls. Í fyrra nam álútflutningur 23,5% af heildarverðmæti vöruútflutnings en hlutfallið mun hækka í 35% á þessu ári og 41% á því næsta. Vegna vaxandi vægis álútflutnings breikkar útflutningsgrunnur þjóðarbúsins og hvílir á fleiri sterkari stoðum en áður. Sá tímabundni viðskiptahalli, sem skapast vegna uppbyggingar ál- og orkuiðnaðar, er því síður en svo vandamál. Þvert á móti mun aukinn álútflutningur stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinna þannig með efnahagsmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og einsett sér að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðtækt jafnvægi á sem flestum sviðum er best til þess fallið að tryggja langvarandi hagvöxt og viðunandi starfsskilyrði fyrirtækja en um leið kaupmátt launafólks. Af einhverjum ástæðum vilja sumir skrifa það ójafnvægi, sem hér ríkir, á reikning ál- og orkuiðnaðar. Það á ekki við haldbær rök að styðjast. Þar vega aðrir þættir þyngra, aðallega breytingar á fasteignamarkaði, vaxandi einkaneysla, mikil samneysla og lækkun skatta. Vissulega hafa byggingaframkvæmdir við ál- og orkuver í för með sér viðskiptahalla meðan á þeim stendur þar sem flytja þarf inn mikið af fjárfestingarvörum. Sá halli er hins vegar ekki vandamál þegar horft er til þess að árlega mun áliðnaðurinn flytja út verðmæti fyrir hundruð milljarða næstu áratugina. Sá útflutningur hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð. Í þessu sambandi er oft talað um góðkynja viðskiptahalla þegar hann stafar af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja. Árið 2006 var ál flutt út fyrir ríflega 61 milljarð króna. Reiknað er með að útflutningurinn aukist um 75% á þessu ári og um 50% á því næsta og verði þá um 143 milljarðar. Þessi aukning er vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga og starfsemi Alcoa Fjarðaáls. Í fyrra nam álútflutningur 23,5% af heildarverðmæti vöruútflutnings en hlutfallið mun hækka í 35% á þessu ári og 41% á því næsta. Vegna vaxandi vægis álútflutnings breikkar útflutningsgrunnur þjóðarbúsins og hvílir á fleiri sterkari stoðum en áður. Sá tímabundni viðskiptahalli, sem skapast vegna uppbyggingar ál- og orkuiðnaðar, er því síður en svo vandamál. Þvert á móti mun aukinn álútflutningur stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinna þannig með efnahagsmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar