Sögð og ósögð orð 15. febrúar 2007 05:00 Halldór Reynisson á fræðslusviði Biskupsstofu heldur því fram í Fréttablaðinu 8. febrúar að málflutningur gegn Vinaleiðinni sé „ófaglegur“. Ástæðan virðistvera sú að hann telur vegið ómaklega að sr. Hans Guðbergi, sem er fulltrúi trúfélags inni í grunnskólum. En persóna eða drengskapur þessa manns kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Í Fréttablaðinu 29. janúar var greint frá óánægju móður með aðkomu þessa prests að dóttur hennar. Dóttirin skildi prestinn sem svo að hann gæti fjarlægt ör af sálinni ef börnin ræddu við hann. Í blaðinu var haft eftir Hans að hann hefði bent á ör á eigin höfði og sagt að hann gæti hlúð að sárum á sálinni. Því er hafið yfir vafa að presturinn lofar einhvers konar meðferð á sálmeinum þrátt fyrir að viðtöl við hann séu sögð stuðnings- en ekki meðferðarviðtöl. Það er ámælisvert og ófaglegt. Fólk gagnrýnir líka að presturinn kynnir þessa meðferð sína inni í bekkjum þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar skólastjóra og prests um hið gagnstæða. Í þessum bekkjum geta verið börn foreldra sem kæra sig ekkert um að boðberi boðandi kirkju sé að lokka börnin þeirra til sín með fagurgala. Um þetta þegir Halldór þunnu hljóði. Halldór hefur reyndar haft hljótt um sig síðan gagnrýni á Vinaleiðina hófst. Í upphafi reyndi hann að vísu að þræta fyrir að um trúboð væri að ræða og sagði kirkjuna gera skýran greinarmun á boðun og þjónustu. Síðan hefur verið bent á að yfirmaður Kristniboðssambandsins segir boðun umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Trúboð sé boðun trúar og vissulega stundi kirkjan trúboð hér heima með störfum sínum. Kirkjuþing segir Vinaleiðina eiga að miðla kristinni trú og kærleiksþjónustuna rekna samkvæmt Kristniboðsskipuninni („Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“). Í fálmkenndri tilraun til varnar gagnrýni á þetta trúboð voru samdar siðareglur Vinaleiðar þar sem fram kom að hún væri ekki trúarleg boðun. Nú hefur þetta ákvæði verið fjarlægt, svo lítið beri á, enda hef ég og nokkrir kirkjunnar menn bent á að það stenst engan veginn að boðun sé ekki hluti af kalli og störfum presta og djákna. Um þetta þegir Halldór líka. Aðalgagnrýnin felst þó í því að mismunun nemenda vegna trúarbragða er ólögleg og foreldrar og forráðamenn barna eiga skýlausan rétt samkvæmt alþjóðalögum á að ala þau upp samkvæmt hugmyndum sínum í trúmálum. Starf kirkjunnar gengur hins vegar út á forræðishyggju, að hafa vit fyrir almúganum því það sé honum fyrir bestu. Ekki orð um það frá Halldóri. Vinaleiðin var kynnt sem kristileg sálgæsla en nú keppast kirkjunnar menn við að sverja af sér trúarlega þáttinn. Samt segir biskup að sálgæsla snúist umfram allt um trú. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ég veit vel að Halldór þekkir vel til vinnubragða Hans enda var Hans í starfshópi sem Halldór skipaði til að skipuleggja sókn kirkjunnar inn í framhaldsskóla. Fyrirmyndin var Vinaleiðin í Mosfellsbæ og draumurinn að fá prest eða djákna í hvern skóla. Enginn getur þrætt fyrir að fyrirmyndin í Mosfellsbæ er grímulaust trúboð. Lokaorðin í erindi þessa starfshóps á prestaþingi voru: „Síðustu orð Jesú til lærisveinanna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú.“ Halldór og fleiri hafa haldið fram að gagnrýnendur Vinaleiðar misskilji fyrirbærið. Í stað þess að drepa málinu á dreif hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af fulltrúa fræðslusviðs biskupsstofu að hann fræði okkur nú um hvað felst í þessu herópi skósveina hans ef það er ekki trúboð. Halldór segir að gera verði „þá faglegu kröfu í orðræðu af þessu tagi að andstæðingi sé sýnd sanngirni og hvorki sé reynt að afbaka né bjaga málflutning hans en takast á við málstað hans með gildum rökum“. Halldóri væri hollt að fara eftir þessu sjálfur. Hann ætti að takast á við meginrökin gegn Vinaleiðinni en ekki reyna að gera persónu Hans Guðbergs að aðalatriði eða ímyndaðar árásir á hana. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Halldór Reynisson á fræðslusviði Biskupsstofu heldur því fram í Fréttablaðinu 8. febrúar að málflutningur gegn Vinaleiðinni sé „ófaglegur“. Ástæðan virðistvera sú að hann telur vegið ómaklega að sr. Hans Guðbergi, sem er fulltrúi trúfélags inni í grunnskólum. En persóna eða drengskapur þessa manns kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Í Fréttablaðinu 29. janúar var greint frá óánægju móður með aðkomu þessa prests að dóttur hennar. Dóttirin skildi prestinn sem svo að hann gæti fjarlægt ör af sálinni ef börnin ræddu við hann. Í blaðinu var haft eftir Hans að hann hefði bent á ör á eigin höfði og sagt að hann gæti hlúð að sárum á sálinni. Því er hafið yfir vafa að presturinn lofar einhvers konar meðferð á sálmeinum þrátt fyrir að viðtöl við hann séu sögð stuðnings- en ekki meðferðarviðtöl. Það er ámælisvert og ófaglegt. Fólk gagnrýnir líka að presturinn kynnir þessa meðferð sína inni í bekkjum þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar skólastjóra og prests um hið gagnstæða. Í þessum bekkjum geta verið börn foreldra sem kæra sig ekkert um að boðberi boðandi kirkju sé að lokka börnin þeirra til sín með fagurgala. Um þetta þegir Halldór þunnu hljóði. Halldór hefur reyndar haft hljótt um sig síðan gagnrýni á Vinaleiðina hófst. Í upphafi reyndi hann að vísu að þræta fyrir að um trúboð væri að ræða og sagði kirkjuna gera skýran greinarmun á boðun og þjónustu. Síðan hefur verið bent á að yfirmaður Kristniboðssambandsins segir boðun umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Trúboð sé boðun trúar og vissulega stundi kirkjan trúboð hér heima með störfum sínum. Kirkjuþing segir Vinaleiðina eiga að miðla kristinni trú og kærleiksþjónustuna rekna samkvæmt Kristniboðsskipuninni („Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“). Í fálmkenndri tilraun til varnar gagnrýni á þetta trúboð voru samdar siðareglur Vinaleiðar þar sem fram kom að hún væri ekki trúarleg boðun. Nú hefur þetta ákvæði verið fjarlægt, svo lítið beri á, enda hef ég og nokkrir kirkjunnar menn bent á að það stenst engan veginn að boðun sé ekki hluti af kalli og störfum presta og djákna. Um þetta þegir Halldór líka. Aðalgagnrýnin felst þó í því að mismunun nemenda vegna trúarbragða er ólögleg og foreldrar og forráðamenn barna eiga skýlausan rétt samkvæmt alþjóðalögum á að ala þau upp samkvæmt hugmyndum sínum í trúmálum. Starf kirkjunnar gengur hins vegar út á forræðishyggju, að hafa vit fyrir almúganum því það sé honum fyrir bestu. Ekki orð um það frá Halldóri. Vinaleiðin var kynnt sem kristileg sálgæsla en nú keppast kirkjunnar menn við að sverja af sér trúarlega þáttinn. Samt segir biskup að sálgæsla snúist umfram allt um trú. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ég veit vel að Halldór þekkir vel til vinnubragða Hans enda var Hans í starfshópi sem Halldór skipaði til að skipuleggja sókn kirkjunnar inn í framhaldsskóla. Fyrirmyndin var Vinaleiðin í Mosfellsbæ og draumurinn að fá prest eða djákna í hvern skóla. Enginn getur þrætt fyrir að fyrirmyndin í Mosfellsbæ er grímulaust trúboð. Lokaorðin í erindi þessa starfshóps á prestaþingi voru: „Síðustu orð Jesú til lærisveinanna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú.“ Halldór og fleiri hafa haldið fram að gagnrýnendur Vinaleiðar misskilji fyrirbærið. Í stað þess að drepa málinu á dreif hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af fulltrúa fræðslusviðs biskupsstofu að hann fræði okkur nú um hvað felst í þessu herópi skósveina hans ef það er ekki trúboð. Halldór segir að gera verði „þá faglegu kröfu í orðræðu af þessu tagi að andstæðingi sé sýnd sanngirni og hvorki sé reynt að afbaka né bjaga málflutning hans en takast á við málstað hans með gildum rökum“. Halldóri væri hollt að fara eftir þessu sjálfur. Hann ætti að takast á við meginrökin gegn Vinaleiðinni en ekki reyna að gera persónu Hans Guðbergs að aðalatriði eða ímyndaðar árásir á hana. Höfundur er sálfræðingur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun