
SAMFYLKING Í SÁRUM
Í von um að geta skreytt flokkinn með lánuðum fjöðrum bauð formaðurinn skandinavískum stallsystrum sínum, sænsku Mona Sahlin og dönsku Helle Thorning, formönnum “systurflokkanna”, á landsfund litlu systur á Íslandi.
Mona þessi Sahlin gengdi tvíþættu hlutverki á samkundunni. Hún lagði línurnar en var um leið holdgervingur vítis til varnaðar því hún býr yfir þeirri reynslu að hafa orðið að segja af sér ráðherradómi vegna spillingarmála.
Það kom á daginn að í málaefnalegu tilliti reyndist hvorug kratakynsystirin skarta fjöðrum sem brúklegar væru til að hressa uppá hina pólitísku ímynd gestgjafans og koma honum á flug í kosningabaráttunni. Þvert á móti kom Mona þessi litlu systur endanlega niður á jörðina þegar hún í hreinskilningslegu gáleysi kom eftirfarandi skilaboðum til íslenskra kjósenda í sjónvarpsviðtali (í lauslegri þýðingu): “Hinn almenni skattgreiðandi þarf að læra að meta háa skatta því að eftir því sem þeir eru hærri þeim mun meira hefur ríkissjóður úr að moða fyrir samfélagið”.
Það ber að þakka Monu Sahlin fyrir að hafa alsberað með jafn hispurslausum hætti kjarnann í hinni skandinavísku sósíaldemokratísku kennisetningu frammi fyrir alþjóð. Hinn íslenski launþegi þarf nú ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða krumla muni leika lausum hala í buddu hans ef Samfylkingin verður leiðandi afl í ríkisstjórn.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Sá sem nefndur hefur verið guðfaðir samfylkingarinnar (JBH) gaf nýverið út dánarvottorð á Samfylkingartilraunina enda orðið dagljóst að hana hefur dagað uppi í nafnbreytingu einni saman. Fyrrum prelátar Alþýðuflokksins sáluga róa nú lífróður á síðum blaðanna að sminka líkið og velja þokkafull líkklæði svo það eigi einhverja möguleika á stjórnarmyndunarballinu þegar boðið verður uppí dans.
Hver minningargreinin rekur aðra um hinn sáluga Alþýðuflokk þar sem hástemmt og mærðarlegt oflofið fer úr böndum þannig að úr verður sögufölsun. Þannig er t.d. rætt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar án þess að minnast á útfærsluna úr 50 sjómílum í 200 bara vegna þess að A-flokkarnir svokölluðu komu þar hvergi nærri.
Meginástæðan fyrir þenslunni er ekki nema að litlu leyti stóriðjuframkvæmdunum fyrir austan um að kenna. Innrás bankanna inná húsnæðismarkaðinn er höfuð ástæðan.
SBV tapaði kærumáli fyrir Evrópudómstól sem féllst ekki á þau rök að Íbúðalánasjóður væri í ólöglegri samkeppni við bankana.Viðbrögð KB-Banka urðu þau að ryðjast inná markaðinn með snarpri sókn í viðleitni sinni til að leggja Íbl-sjóð á hliðina að því er virtist. Hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hið nýfengna frelsi fór þarna úr böndum en stjórnendur á þeim bæjum haf nú séð að sér.
Formaður hins afturgengna Alþýðuflokks sér hins vegar ekki að sér og grefur undan íslensku krónuni með því að úthrópa hana ónýta.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að hann vilji leggja niður Reykjavíkurflugvöll þó svo niðurstaðan yrði sú að flytja þyrfti innanlandsflugið til Keflavíkur.
Skoðanakannanir meðal Reykvíkinga sýna að langflestir vilja halda flugvellinum á sínum stað og þeir gera sér auðvitað grein fyrir að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eina alvöru almenningssamgöngutæki Reykvíkinga.
Prelátar hins afturgengna Alþýðuflokks klifa sífellt á því að innganga Íslands í Evrópusambandið sé óhjákvæmileg ásamt upptöku evru. Sviss sem er í miðri Evrópu og eitt allra mesta velmegunarríki heims afsannar kirfilega krata-kenninguna enda er Sviss ekki í ES.
Norðmenn og Íslendingar hafa líka afsannað kenninguna kirfilega enda í 1.og 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum.
Daníel Sigurðsson
Sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar