Beina kröftum að áhættuhópum í fíkniefnabaráttu 27. nóvember 2007 15:09 MYND/Vilhelm Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira