Beina kröftum að áhættuhópum í fíkniefnabaráttu 27. nóvember 2007 15:09 MYND/Vilhelm Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Beina þarf auknum kröftum að áhættuhópum í baráttunni við fíkniefnavandann hér á landi að mati Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingkonu Vinstri - grænna. Hún var málshefjandi að utandagskrárumræðu um vandann og ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að sporna gegn honum á Alþingi í dag.Guðfríður Lilja benti að sérfræðingar hefðu talað um örvandi vímuefnafaraldur hér á landi. Fíkniefnavandanum fylgdu ýmis önnur vandamál, þar á meðal félagsleg. Þá fylgdi aukið ofbeldi aukinni fíkniefnaneyslu í landinu.Sagði hún að bent hefði verið á foreldrar ættu að verja meiri tíma með börnunum sínum í forvarnarskyni en spurði hversu tilbúin þjóðin væri að breyta samfélagsmynstrinu, meðal annars með því að stytta vinnutíma og hækka laun. Þá benti hún á hátt brottfall úr framhaldsskólum og þá áhættu sem því fylgdi. Almennar forvarnir dygðu ekki einar og sér heldur þyrfti að beina auknum kröftum að áhættuhópum og þar þyrftu meðal annars heilbrigðis-, félagslega og dómskerfið að koma að málum.Guðfríður Lilja innti Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir stefnumörkun ríkisstjórnar varðandi fíkniefnavandann.Forsætisráðherra benti á að nokkur árangur hefði þegar náðst í baráttuni við fíkniefnavandann. Þá sagði ríkisstjórnina hafa gert átak í forvörnum sem beindist að framhaldsskólnum. Þar hefðu mennta- og heilbrigðisráðherra tekið höndum saman ásamt Lýðheilsustöð og framhaldsskólunum í forvarnarstarfi.Enn fremur væri gert ráð fyrir 100 milljónum króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs til handa félagsmála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytinu til þess að bregðast við aukinni vímuefnavá. Þá benti Geir að lögregla hefði gripið til ráðstafana til þess að takast á við aukna hörku í fíkniefnaheiminum, meðal annars með því að efla sérsveitina og starfrækja greiningardeild. Það hefði þegar skilað nokkrum árangri.Sagði sjálfstæðismenn ekki sannfærandi í málflutningiFjölmargir þingmenn tóku til máls lýstu yfir áhyggjum af ástandinu og var meðal annars bent á að hækka þyrfti hlutfall áfengisgjalds sem rynni í forvarnasjóð og styrkja starfsemi SÁÁ.Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði harða hríð að sjálfstæðismönnum í umræðunni og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki sannfærandi sínum málflutningi um reykingar, áfengi og fíkniefni.Vísaði hún til andstöðu afla innan Sjálfstæðisflokksins þegar ákveðið var að koma á reykingabanni á veitingastöðum. Þar hefði verið talað um forræðishyggju. Enn fremur benti hún á að þingmenn úr flokknum hefðu lagt áherslu á svokallað áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að sala á léttvíni og bjór verði heimiluð í matvöruverslunum. Þar færi fremstur Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður með stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, yfirmanni forvarna á Íslandi. Íslendingar hafi verið á réttri leið í forvarnarmálum og ekki mætti glutra niður þeim árangri sem náðst hefði.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira