Innlent

Reiðhjól í búðum ólögleg

Meira en þriðjungur nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu hafa ekki nægilegan öryggisbúnað, eða 38%. Þau eru því ólögleg samkvæmt reglugerð. Þetta kom í ljós í nýafstaðinni könnun Brautarinnar, Bindindisfélags ökumanna og Sjóvá Forvarnahúss. Fyrir tveimur árum var hið sama kannað og reyndust þá 47% nýrra reiðhjóla ólögleg.

Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla er skylt að hafa eftirfarandi á reiðhjóli: fram- og afturbremsur, teinaglit, þrístrent glit, rautt að aftan og hvítt að framan, glit á fótstigi, keðjuhlíf.

Einnig er bjalla og lás skyldubúnaður samkvæmt reglugerðinni. Þó var horft var fram hjá því í könnuninni. Lás vantar langoftast, eða í 90% tilvika og bjöllu vantar í 54% tilvika. Keðjuhlífar og glitmerki koma næst.

Gjarnan er búnaður sem þessi fáanlegur í hjólreiðaverslunum og stundum er það skilyrði sett að öryggisbúnaður sé keyptur með hjóli. Samkvæmt reglugerðinni er það þó ekki fullnægjandi.

Bent er á að að reglugerðin kveður ekki á um öll reiðhjól. Svo sem hjól fyrir jaðaríþróttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×