Sýknaðir af smygli á yfir 800 e-töflum 29. maí 2007 10:12 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra. Var annar þeirra ákærður fyrir að hafa skipulagt innflutninginn með því að fara til Hollands og láta ónafngreindan mann senda töflurnar með pósti til hins mannsins sem ákærður var í málinu. Það voru hollenskir tollverðir sem fundu efnin í póstinum og létu lögreglu hér á landi vita. Hún fjarlægði pillurnar úr sendingunni og kom fyrir gerviefnum. Lögregla lét svo til skarar skríða þegar sendingin var komin heim til síðarnefnda mannsins. Báðir neituðu þeir sök í málinu og sagði sá sem pakkinn var stílaður á að hann hefði tekið á móti honum í greiðaskyni við hinn. Hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru í pakkanum heldur talið að um bækur væri að ræða. Taldi dómurinn út frá framburði vitna ekkert fram komið sem benti ótvrætt til þess að maðurinn hefði vitað að fíkniefni væru í pakkkanum, hvað þá að um væri að ræða yfir 800 e-töflur. Var hann því sýknaður. Þá þótti dómnum margt benda til þess að sá sem ákærður var fyrir að skipuleggja innflutninginn hefði óhreint mjöl í pokahorninu og verulegar líkur væru á því að hefði tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Hins vegar var framburður vitna ekki metinn manninum í óhag og gegn staðfastri neitun hans taldi dómurinn ekkert fram komið í málinu sem benti ótvírætt til þess að maðurinn hefði brotið af sér. Var hann því líka sýknaður. Hins vegar voru e-töflurnar gerðar upptækar og þá greiðist sakarkostnaður, nærri 700 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra. Var annar þeirra ákærður fyrir að hafa skipulagt innflutninginn með því að fara til Hollands og láta ónafngreindan mann senda töflurnar með pósti til hins mannsins sem ákærður var í málinu. Það voru hollenskir tollverðir sem fundu efnin í póstinum og létu lögreglu hér á landi vita. Hún fjarlægði pillurnar úr sendingunni og kom fyrir gerviefnum. Lögregla lét svo til skarar skríða þegar sendingin var komin heim til síðarnefnda mannsins. Báðir neituðu þeir sök í málinu og sagði sá sem pakkinn var stílaður á að hann hefði tekið á móti honum í greiðaskyni við hinn. Hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru í pakkanum heldur talið að um bækur væri að ræða. Taldi dómurinn út frá framburði vitna ekkert fram komið sem benti ótvrætt til þess að maðurinn hefði vitað að fíkniefni væru í pakkkanum, hvað þá að um væri að ræða yfir 800 e-töflur. Var hann því sýknaður. Þá þótti dómnum margt benda til þess að sá sem ákærður var fyrir að skipuleggja innflutninginn hefði óhreint mjöl í pokahorninu og verulegar líkur væru á því að hefði tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Hins vegar var framburður vitna ekki metinn manninum í óhag og gegn staðfastri neitun hans taldi dómurinn ekkert fram komið í málinu sem benti ótvírætt til þess að maðurinn hefði brotið af sér. Var hann því líka sýknaður. Hins vegar voru e-töflurnar gerðar upptækar og þá greiðist sakarkostnaður, nærri 700 þúsund krónur, úr ríkissjóði.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira