Fyrstu nemendurnir með fullnaðarpróf í lögfræði 9. júní 2007 06:00 Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun