Innritun í framhaldsskóla 9. júní 2007 06:00 Innritun í framhaldsskólana stendur yfir til 11. júní næst komandi. Stóra spurningin til unga fólksins er þessi: „Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?“ Því fer fjarri að allir umsækjendur á höfuðborgarsvæðinu hafi slíkt val. Þeir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu, sem bjóða eingöngu upp á bóknámsbrautir til stúdentsprófs (hér kallaðir „bóknámsskólar“), fá umsóknir frá mun fleiri nemendum en þeir hafa pláss fyrir. Þessir skólar hafa farið þá leið að taka inn nemendur eftir einkunnum. Til að eiga möguleika á inngöngu, þurfa umsækjendur að hafa háar einkunnir (heyrst hefur 7,5 til 8,0 í samræmdum prófum). Umsækjandi með einkunnir undir 7,0, á litla sem enga möguleika á því að komast í bóknámsskólana. Ef hann sækir eingöngu um þessa skóla, þvælist umsóknin um kerfið og endar á borði menntamálaráðuneytisins sem finnur nemandanum skóla þvert á óskir hans. Framhaldsskólar sem bjóða upp á bæði bóknámsbrautir til stúdentsprófs og starfsnámsbrautir, taka við fjölbreyttum hópi nemenda. Allflestir þeirra eru með lægri einkunnir en 7,0. Í þessum hópi eru nemendur með námserfiðleika af ýmsum toga, svo sem dyslexíu, athyglisbrest og ofvirkni. Prófkvíðnir einstaklingar sem ekki gátu komið þekkingu sinni til skila í samræmdum prófum. Nemendur af erlendum uppruna. Nemendur með langvinna sjúkdóma. Nemendur sem þurfa að vinna fyrir sér með námi. Börn foreldra sem ekki eru í stakk búnir til þess að aðstoða þau með heimanám þegar komið er á framhaldsskólastig. Og svo má lengi telja. Myndarlegt og hæfileikaríkt ungt fólk sem vill ná árangri í lífinu. Að stéttskipta nemendahópnum stangast á við það grundvallarmarkmið skóla, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil hvetja verðandi framhaldsskólanema og forráðamenn þeirra að kynna sér vel mismunandi kröfur skóla og möguleika á skólavist. Upplýsingar á menntagatt.is, um inntökuskilyrði á námsbrautir, segja ekki nema tæplega hálfan sannleikann. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Innritun í framhaldsskólana stendur yfir til 11. júní næst komandi. Stóra spurningin til unga fólksins er þessi: „Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?“ Því fer fjarri að allir umsækjendur á höfuðborgarsvæðinu hafi slíkt val. Þeir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu, sem bjóða eingöngu upp á bóknámsbrautir til stúdentsprófs (hér kallaðir „bóknámsskólar“), fá umsóknir frá mun fleiri nemendum en þeir hafa pláss fyrir. Þessir skólar hafa farið þá leið að taka inn nemendur eftir einkunnum. Til að eiga möguleika á inngöngu, þurfa umsækjendur að hafa háar einkunnir (heyrst hefur 7,5 til 8,0 í samræmdum prófum). Umsækjandi með einkunnir undir 7,0, á litla sem enga möguleika á því að komast í bóknámsskólana. Ef hann sækir eingöngu um þessa skóla, þvælist umsóknin um kerfið og endar á borði menntamálaráðuneytisins sem finnur nemandanum skóla þvert á óskir hans. Framhaldsskólar sem bjóða upp á bæði bóknámsbrautir til stúdentsprófs og starfsnámsbrautir, taka við fjölbreyttum hópi nemenda. Allflestir þeirra eru með lægri einkunnir en 7,0. Í þessum hópi eru nemendur með námserfiðleika af ýmsum toga, svo sem dyslexíu, athyglisbrest og ofvirkni. Prófkvíðnir einstaklingar sem ekki gátu komið þekkingu sinni til skila í samræmdum prófum. Nemendur af erlendum uppruna. Nemendur með langvinna sjúkdóma. Nemendur sem þurfa að vinna fyrir sér með námi. Börn foreldra sem ekki eru í stakk búnir til þess að aðstoða þau með heimanám þegar komið er á framhaldsskólastig. Og svo má lengi telja. Myndarlegt og hæfileikaríkt ungt fólk sem vill ná árangri í lífinu. Að stéttskipta nemendahópnum stangast á við það grundvallarmarkmið skóla, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil hvetja verðandi framhaldsskólanema og forráðamenn þeirra að kynna sér vel mismunandi kröfur skóla og möguleika á skólavist. Upplýsingar á menntagatt.is, um inntökuskilyrði á námsbrautir, segja ekki nema tæplega hálfan sannleikann. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar