Stórauknar tekjur og fjölgun starfa 2. febrúar 2007 11:57 Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. Samtök atvinnulífsins og Alcan boðuðu til kynningarfundar um efnahagsleg áhrif af stækkun álversins í Straumsvík í Hafnarfirði í morgun. Í upphafi fundar greindi Lúðvík Geirsson bæjarstjóri m.a. frá því hvernig hafnfirðingar verða spurðir um hug sinn til stækkunarinnar hinn 31. mars næst komandi en spurningin verður svohljóðandi: Ertu fylgjandi eða andvígur stækkun álversins samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu? Eftir stækkunina segja talsmenn samtaka atvinnulífsins að bein og óbein störf tengd álverinu verði um eða yfir þrjú þúsund. "Ef við lítum á vinnumarkaðinn þá felur stækkun Alcan í sér fjölgun starfsmanna um 350 ársverk," segir hannes Sigurðsson aðstoðar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Síðan hafi niðurstöður leitt í ljós að fyrir hvert starf sem skapast í álverinu, verði til 2,5 störf annars staðar í Hafnarfirði og á höfuðbrogarsvæðinu. Þannig að fjölgun starfa starfa verði á endanum um tólf hundruð. Þá mun stækkað álver skila auknum skatttekjum bæði til Hafnarfjarðar og ríkis, ekki hvað síst vegna breytinga á skattasamningi fyrirtækisins. Hannes segir tekjur Hafnarfjarðar aukast úr rúmum 100 milljónum í hátt í 300 milljónir með breytingum á skattasamningi og eftir stækkun verði tekjur Hafnarfjarðar um 800 milljónir. "Það er verulega stór hluti af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem var með um 10 milljarða tekjur á síðasta ári," segir Hannes. "Mér finnst þetta mjög einhliða og einföld framsetning. Það er eins og önnur tækifæri séu ekki til. Hér er ekkert verið að tala um möguleika þekkingarfyrirtækja, útrásarfyrirtækjanna. Hérna er verið að tala um gamal dags atvinnutækifæri," segir Sigurður P Sigmundsson talsmaður Sólar í Straumi, sem berst á móti stækkun álversins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. Samtök atvinnulífsins og Alcan boðuðu til kynningarfundar um efnahagsleg áhrif af stækkun álversins í Straumsvík í Hafnarfirði í morgun. Í upphafi fundar greindi Lúðvík Geirsson bæjarstjóri m.a. frá því hvernig hafnfirðingar verða spurðir um hug sinn til stækkunarinnar hinn 31. mars næst komandi en spurningin verður svohljóðandi: Ertu fylgjandi eða andvígur stækkun álversins samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu? Eftir stækkunina segja talsmenn samtaka atvinnulífsins að bein og óbein störf tengd álverinu verði um eða yfir þrjú þúsund. "Ef við lítum á vinnumarkaðinn þá felur stækkun Alcan í sér fjölgun starfsmanna um 350 ársverk," segir hannes Sigurðsson aðstoðar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Síðan hafi niðurstöður leitt í ljós að fyrir hvert starf sem skapast í álverinu, verði til 2,5 störf annars staðar í Hafnarfirði og á höfuðbrogarsvæðinu. Þannig að fjölgun starfa starfa verði á endanum um tólf hundruð. Þá mun stækkað álver skila auknum skatttekjum bæði til Hafnarfjarðar og ríkis, ekki hvað síst vegna breytinga á skattasamningi fyrirtækisins. Hannes segir tekjur Hafnarfjarðar aukast úr rúmum 100 milljónum í hátt í 300 milljónir með breytingum á skattasamningi og eftir stækkun verði tekjur Hafnarfjarðar um 800 milljónir. "Það er verulega stór hluti af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem var með um 10 milljarða tekjur á síðasta ári," segir Hannes. "Mér finnst þetta mjög einhliða og einföld framsetning. Það er eins og önnur tækifæri séu ekki til. Hér er ekkert verið að tala um möguleika þekkingarfyrirtækja, útrásarfyrirtækjanna. Hérna er verið að tala um gamal dags atvinnutækifæri," segir Sigurður P Sigmundsson talsmaður Sólar í Straumi, sem berst á móti stækkun álversins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira