Innlent

Búið að slökkva eld í verslun Skífunnar við Laugaveg

MYND/L

Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í verslun Skífunnar við Laugaveg laust eftir klukkan tíu í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var lítill og staðbundinn að sögn slökkviliðsins.

Slökkviliðinu barst tilkynning klukkan 22.22 um að reyk legði frá rafmagnstöflu inni í verslun Skífunnar við Laugaveg.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um lítinn staðbundinn eld í rafmagnstöflu að ræða. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að ganga frá. Líklegt þykir að bilun í rafmagnstöflunni hafi valdið því að það kviknaði í.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×