Innlent

Eldsneytisverð hækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Skeljungur og N1 hækkaðu verð á eldsneyti í dag. Hjá báðum aðilum námu hækkanirnar um 1,70 krónum fyrir bensínlítrann og 1,50 krónur fyrir lítra af díselolíu.

Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá N1 er ástæðan fyrir hækkununum lækkun krónunnar og hátt heimsmarkaðsverð. Magnús segist ekki þora að spá fyrir um frekari hækkanir á næstu dögum. Á næstunni muni verða mikil eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum og það gæti haft áhrif á heimsmarkaðsverð. Þá hafi OPEC-ríkin lýst því yfir að þau muni ekki auka framleiðslu á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×