Innlent

Forstjóri Orkuveitunnar fagnar rammaáætlun

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar segir að ef orkusölu til álvers í Helguvík verður, séu tekjurnar af þeim samning um fjörutíu milljarðar á samningstímanum. Hann sagði líklegt að þessar tekjur muni gera Orkuveitunni kleift að lækka raforkureikning höfuðborgarbúa.

Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Gumðundur var meðal annars spurður að því hvenær virkjunarkostir Orkuveitunnar klárist og sagðist hann ekki hafa miklar áhyggjur af því. Orkuveitan er þegar farin að hyggja að þeim virkjunarkostum þar sem rannsóknarleyfi er þegar fyrir hendi. Í því sambandi nefnir Guðmundur Grjáhnjúka, Þrengslin, tvær nýjar virkjanir sem séu í undirbúningi og Hellisheiðarvirkjun, en sú virkjun stækkuð umtalsvert á komandi árum.

Fyrirhuguð rammaáætlun um virkjunarkosti kemur ekki til með sitja stórt strik í reikning Orkuveitunnar en hún gerir það þó að verkum að Orkuveitan fær ekki frekari rannsóknarleyfi á mögulegum virkjunarsvæðum fyrr en rammaáætlunin er fullgerð. Guðmundur fagnar þó áætluninni. „Það þarf að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll, hvar er ætlast til að menn nýti hlutina og hvar á að vernda."

Hann segir spennandi tíma framundan hjá Orkuveitunni og bendir á að þrátt fyrir allt tal um að búið sé að virkja það sem hægt sé að virkja renni fyrsti stóriðjusamningur Orkuveitunnar út árið 2014 og næsti árið 2018. Þá verði hægt að finna þeirri orku ný verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×