Lífið

Neon Bible út í mars

The Arcade Fire önnur plata kanadísku sveitarinnar kemur út 5. mars.
The Arcade Fire önnur plata kanadísku sveitarinnar kemur út 5. mars.

Önnur plata kanadísku indísveitarinnar The Arcade Fire, Neon Bible, kemur út 5. mars. Á plötunni verða ellefu lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Black Mirror og hið endurgerða No Cars Go sem var á stuttskífu sveitarinnar sem kom út 2003.

Fyrsta plata The Arcade Fire, Funeral, kom út 2004 og vakti gríðarlega athygli á hljómsveitinni fyrir vandaðar lagasmíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.