EFTA dómur hefur ekki áhrif á fjárhættustarfsemi á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 30. maí 2007 16:22 MYND/EÍ Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. „Fljótt á litið virðist þessi dómur ekki hafa nein áhrif á okkar starfsemi," sagði Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi. „Dómurinn undirstrikar það sem áður hefur komið fram. Það er, eftir sem áður, í höndum stjórnvalda að gefa leyfi til reksturs af þessu tagi." EFTA dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm í máli sem varðar norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Að mati dómsins, sem var ráðgefandi álit til Héraðsdómsins í Osló, er vafasamt að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Gerir dómurinn þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Að öðrum kosti verði að hleypa einkaaðilum að markaðinum. Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsspila, segir dóminn ekki hafa nein áhrif á rekstur spilakassa Rauða krossins. „Þetta hefur engin áhrif á okkar rekstur. Við hvetjum aldrei til spilamennsku og auglýsum aldrei. Ég sé því ekki hvernig þetta ætti að snerta okkur." Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. „Fljótt á litið virðist þessi dómur ekki hafa nein áhrif á okkar starfsemi," sagði Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi. „Dómurinn undirstrikar það sem áður hefur komið fram. Það er, eftir sem áður, í höndum stjórnvalda að gefa leyfi til reksturs af þessu tagi." EFTA dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm í máli sem varðar norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Að mati dómsins, sem var ráðgefandi álit til Héraðsdómsins í Osló, er vafasamt að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Gerir dómurinn þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Að öðrum kosti verði að hleypa einkaaðilum að markaðinum. Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsspila, segir dóminn ekki hafa nein áhrif á rekstur spilakassa Rauða krossins. „Þetta hefur engin áhrif á okkar rekstur. Við hvetjum aldrei til spilamennsku og auglýsum aldrei. Ég sé því ekki hvernig þetta ætti að snerta okkur."
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira