EFTA dómur hefur ekki áhrif á fjárhættustarfsemi á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 30. maí 2007 16:22 MYND/EÍ Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. „Fljótt á litið virðist þessi dómur ekki hafa nein áhrif á okkar starfsemi," sagði Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi. „Dómurinn undirstrikar það sem áður hefur komið fram. Það er, eftir sem áður, í höndum stjórnvalda að gefa leyfi til reksturs af þessu tagi." EFTA dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm í máli sem varðar norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Að mati dómsins, sem var ráðgefandi álit til Héraðsdómsins í Osló, er vafasamt að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Gerir dómurinn þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Að öðrum kosti verði að hleypa einkaaðilum að markaðinum. Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsspila, segir dóminn ekki hafa nein áhrif á rekstur spilakassa Rauða krossins. „Þetta hefur engin áhrif á okkar rekstur. Við hvetjum aldrei til spilamennsku og auglýsum aldrei. Ég sé því ekki hvernig þetta ætti að snerta okkur." Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. „Fljótt á litið virðist þessi dómur ekki hafa nein áhrif á okkar starfsemi," sagði Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi. „Dómurinn undirstrikar það sem áður hefur komið fram. Það er, eftir sem áður, í höndum stjórnvalda að gefa leyfi til reksturs af þessu tagi." EFTA dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm í máli sem varðar norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Að mati dómsins, sem var ráðgefandi álit til Héraðsdómsins í Osló, er vafasamt að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Gerir dómurinn þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Að öðrum kosti verði að hleypa einkaaðilum að markaðinum. Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsspila, segir dóminn ekki hafa nein áhrif á rekstur spilakassa Rauða krossins. „Þetta hefur engin áhrif á okkar rekstur. Við hvetjum aldrei til spilamennsku og auglýsum aldrei. Ég sé því ekki hvernig þetta ætti að snerta okkur."
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira