Starfmannaekla í leik og grunnskólum 18. ágúst 2007 06:30 Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar..
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar