Innlent

Tveir dæmdir fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni

Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólafsson. MYND/365

Tveir menn hafa verið dæmdir í 70 ára fangelsi fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas í El Salvador í fyrra samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins. Fjórir voru ákærðir fyrir morðið en tveir voru sýknaðir.

Jón Þór Ólafsson fannst látinn eftir skotárás í apríl í fyrra en hann vann þar í landi sem verkfræðingur fyrir íslenskt fyrirtæki. Fjórir menn voru ákærðir fyrir morðið og hlutu tveir 35 ára fangelsi fyrir hvort morðið fyrir sig eða alls 70 ára fangelsi. Hinir tveir voru sýknaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×