Innlent

Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík

MYND/RE

Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er um að ræða nýbyggingu á svæðinu þar sem fyrirtækið Nesvellir reisir nú íbúabyggð.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×