Innlent

Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak

Gunnar Valþórsson skrifar
MYND/Stefán

Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag.

Óundirbúnar fyrirspurnir voru fyrsta mál á þingfundi í dag. Katrín Jakobsdóttir, þingkona fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð var fyrst í pontu og beindi hún fyrirspurn sinni til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Katrín spurði utanríkisráðherra hvort þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandaríkjamönnum í upphafi stríðsins væru enn í gildi. Heimildirnar snéru að því að bandaríkjamenn gætu nýtt Keflavíkurflugvöll til lendinga auk annarar aðstoðar við stríðsreksturinn.

Ingibjörg Sólrún sagði að eftir því sem henni væri best kunnugt þá hefðu þessar heimildir verið veittar tímabundið og væru fallnar úr gildi, ekki síst í ljósi þess að herstöðinni á Miðnesheiði hafi verið lokað. Hún sagði ráðuneytið vera með það í sérstakri skoðun, hvernig heimildir af þessu tagi verði veittar í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×