Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA 4. júní 2007 14:47 MYND/Frikki Þór Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra þar sem samtökin lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála hér á landi. Fram kemur í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins að atvinnulífið geti ekki þolað þá skertu samkeppnisstöðu sem of há verðbólga, viðvarandi háir vextir og óhóflegar gengissveiflur hafi skapað. Stýrivextir hafi hækkað á undanförnum misserum og gengi krónunnar sveiflast fram og til baka og Seðlabankinn muni ekki að óbreyttu um fyrirsjáanlega framtíð sjá möguleika á því að lækka vexti. Samtök atvinnulífsins segjast vilja eiga gott samstarf við nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og styðja þau markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja lága verðbólgu og vexti, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og trausta stöðu ríkissjóðs. Margvísleg verkefni séu fram undan sem krefjist þess að gott samráð sé milli ríkisstjórnarinnar og samtakanna til þess að árangur náist. Samtökin ítreka þá skoðun sína að tilraunir Seðlabankans til þess að hafa hemil á verðbólgu með vaxtahækkunum hafi litlu skilað. Ástæðurnar séu fyrst og fremst þær að markaðshlutdeild óverðtryggðrar krónu sé orðin mjög lítil í lánakerfinu og að hlutdeild erlendra lána fari sífellt vaxandi. Almennt eigi vextir að virka beint á einkaneyslu og fjárfestingar fyrirtækja og draga þannig úr eftirspurn en þetta eigi aðeins við í takmörkuðum mæli í hagkerfi eins og því íslenska þar sem tiltölulega lítill hluti hagkerfisins sé háður vöxtum í eigin gjaldmiðli. Ennfremur hafi aukin alþjóðavæðing íslenska fjármálamarkaðarins þýtt að háir vextir skapi nægt framboð erlendis frá af lánsfé í íslenskum krónum með svokölluðum jöklabréfum. Þau virðist ekki hafa leitt til aukins sparnaðar hér á landi. Þá hafi gengissveiflur reynst afar óheppilegar fyrir atvinnulífið þar sem þær draga úr árangri atvinnulífsins. Því þurfi að hugsa stjórn peningamála upp á nýtt. Leggja þurfi áherslu á önnur hagstjórnartæki en vexti enda hafi sú aðferð nánast verið tekin úr sambandi með ofnotkun hennar. Samstökin segja enn fremur að það þurfi að skoða mikilvægustu markaðina í hagkerfinu, hvernig þeir virki og hvort á þeim sé óeðlilegt ástand vegna tilbúinnar eftirspurnar eða hindrana á framboðshliðinni. Þá verði að hafa hemil á aukningu samneyslu og tilfærsluútgjalda gerð næstu fjárlaga þannig að ríkisbúskapurinn verði ekki uppspretta umframeftirspurnar í hagkerfinu. Enn fremur sé nauðsynlegt að haga fjármálum sveitarfélaga þannig að þau vinni ekki gegn hagstjórnaraðgerðum ríkisins. Setja verði reglur til þess að koma í veg fyrir hallarekstur þeirra. Samtök atvinnulífsins telja að eitt af mikilvægustu málunum nú sé að lækka á ný lánshlutföll Íbúðalánasjóðs og lánsfjárhæðir. Benda þau á að síðasta hækkun lánshlutfalla hafi komið undraskjótt fram í nýjum hækkunum á fasteignaverði aftur hafi leitt til hækkunar á neysluverðsvísitölu og haft áhrif á einkaneyslu og eftirspurn. Þetta sé ein meginskýringin á því af hverju verðbólgan hefur verið alltof mikil undanfarna mánuði. Enn fremur er bent á að Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn og OECD hafi gagnrýnt starfsemi Íbúðalánasjóðs og sífellt erfiðara sé að réttlæta rekstur Íbúðalánasjóðs. „Sjóðurinn hefur beinlínis unnið gegn markmiðum og viðleitni Seðlabankans með því að takmarka fjölbreytni skuldabréfaútgáfu sinnar í því skyni að geta haldið útlánsvöxtum niðri. Íbúðalánasjóður má ekki starfa eins og ríki í ríkinu í skjóli sérstöðu sinnar og það verður að tryggja að hann grafi ekki undan hagstjórninni. Brýnt er að sérmeðferð á Íbúðalánasjóði, s.s. ríkisábyrgð, verð hætt og að ríkið dragi sig út úr þessari lánastarfsemi með sama hætti og gert hefur verið á öðrum sviðum fjármálamarkaðarins," segir í fréttabréfi samtakanna. Þá vilja samtökin að vinnumarkaðurinn verði opnaður fyrir nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Slík opnun fyrir ári hafi haft góð áhrif á markaðinn. Atvinnulífið standi frammi fyrir aukinni þörf fyrir starfsfólk, ekki síst fyrir sérhæft starfsfólk á ýmsum sviðum, jafnvel utan EES. Það verði sífellt nauðsynlegra til þess að tryggja eðlilega þróun á vinnumarkaðnum og samkeppnishæfni atvinnulífsins á næstu misserum. Segja Samtök atvinnulífsins það lykilatriði að ráðast í þessar aðgerði sem fyrst og þá verði að gefa Seðlabankanum skýr skilaboð um að ríkisstjórnin ætlist til þess að bankinn vinni ekki gegn trúverðugleika efnahagsstefnunnar og gegn væntingum um lægri verðbólgu. Það gefi Seðlabankanum tækifæri til þess að komast úr sjálfheldu hárra vaxta en það veki von um að gengi krónunnar verði stöðugra og lægra en nú og þannig meira í takt við getu atvinnulífsins og stöðuna í viðskiptum við útlönd. Í framhaldinu þurfi að hefja sérstaka úttekt og endurskoðun á fyrirkomulagi stjórnar peningamála. Brýnt sé að niðurstaðan af slíkri vinnu geti eftir því sem við á fengið afgreiðslu með lagabreytingum þegar á haustþingi. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra þar sem samtökin lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála hér á landi. Fram kemur í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins að atvinnulífið geti ekki þolað þá skertu samkeppnisstöðu sem of há verðbólga, viðvarandi háir vextir og óhóflegar gengissveiflur hafi skapað. Stýrivextir hafi hækkað á undanförnum misserum og gengi krónunnar sveiflast fram og til baka og Seðlabankinn muni ekki að óbreyttu um fyrirsjáanlega framtíð sjá möguleika á því að lækka vexti. Samtök atvinnulífsins segjast vilja eiga gott samstarf við nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og styðja þau markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja lága verðbólgu og vexti, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og trausta stöðu ríkissjóðs. Margvísleg verkefni séu fram undan sem krefjist þess að gott samráð sé milli ríkisstjórnarinnar og samtakanna til þess að árangur náist. Samtökin ítreka þá skoðun sína að tilraunir Seðlabankans til þess að hafa hemil á verðbólgu með vaxtahækkunum hafi litlu skilað. Ástæðurnar séu fyrst og fremst þær að markaðshlutdeild óverðtryggðrar krónu sé orðin mjög lítil í lánakerfinu og að hlutdeild erlendra lána fari sífellt vaxandi. Almennt eigi vextir að virka beint á einkaneyslu og fjárfestingar fyrirtækja og draga þannig úr eftirspurn en þetta eigi aðeins við í takmörkuðum mæli í hagkerfi eins og því íslenska þar sem tiltölulega lítill hluti hagkerfisins sé háður vöxtum í eigin gjaldmiðli. Ennfremur hafi aukin alþjóðavæðing íslenska fjármálamarkaðarins þýtt að háir vextir skapi nægt framboð erlendis frá af lánsfé í íslenskum krónum með svokölluðum jöklabréfum. Þau virðist ekki hafa leitt til aukins sparnaðar hér á landi. Þá hafi gengissveiflur reynst afar óheppilegar fyrir atvinnulífið þar sem þær draga úr árangri atvinnulífsins. Því þurfi að hugsa stjórn peningamála upp á nýtt. Leggja þurfi áherslu á önnur hagstjórnartæki en vexti enda hafi sú aðferð nánast verið tekin úr sambandi með ofnotkun hennar. Samstökin segja enn fremur að það þurfi að skoða mikilvægustu markaðina í hagkerfinu, hvernig þeir virki og hvort á þeim sé óeðlilegt ástand vegna tilbúinnar eftirspurnar eða hindrana á framboðshliðinni. Þá verði að hafa hemil á aukningu samneyslu og tilfærsluútgjalda gerð næstu fjárlaga þannig að ríkisbúskapurinn verði ekki uppspretta umframeftirspurnar í hagkerfinu. Enn fremur sé nauðsynlegt að haga fjármálum sveitarfélaga þannig að þau vinni ekki gegn hagstjórnaraðgerðum ríkisins. Setja verði reglur til þess að koma í veg fyrir hallarekstur þeirra. Samtök atvinnulífsins telja að eitt af mikilvægustu málunum nú sé að lækka á ný lánshlutföll Íbúðalánasjóðs og lánsfjárhæðir. Benda þau á að síðasta hækkun lánshlutfalla hafi komið undraskjótt fram í nýjum hækkunum á fasteignaverði aftur hafi leitt til hækkunar á neysluverðsvísitölu og haft áhrif á einkaneyslu og eftirspurn. Þetta sé ein meginskýringin á því af hverju verðbólgan hefur verið alltof mikil undanfarna mánuði. Enn fremur er bent á að Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn og OECD hafi gagnrýnt starfsemi Íbúðalánasjóðs og sífellt erfiðara sé að réttlæta rekstur Íbúðalánasjóðs. „Sjóðurinn hefur beinlínis unnið gegn markmiðum og viðleitni Seðlabankans með því að takmarka fjölbreytni skuldabréfaútgáfu sinnar í því skyni að geta haldið útlánsvöxtum niðri. Íbúðalánasjóður má ekki starfa eins og ríki í ríkinu í skjóli sérstöðu sinnar og það verður að tryggja að hann grafi ekki undan hagstjórninni. Brýnt er að sérmeðferð á Íbúðalánasjóði, s.s. ríkisábyrgð, verð hætt og að ríkið dragi sig út úr þessari lánastarfsemi með sama hætti og gert hefur verið á öðrum sviðum fjármálamarkaðarins," segir í fréttabréfi samtakanna. Þá vilja samtökin að vinnumarkaðurinn verði opnaður fyrir nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Slík opnun fyrir ári hafi haft góð áhrif á markaðinn. Atvinnulífið standi frammi fyrir aukinni þörf fyrir starfsfólk, ekki síst fyrir sérhæft starfsfólk á ýmsum sviðum, jafnvel utan EES. Það verði sífellt nauðsynlegra til þess að tryggja eðlilega þróun á vinnumarkaðnum og samkeppnishæfni atvinnulífsins á næstu misserum. Segja Samtök atvinnulífsins það lykilatriði að ráðast í þessar aðgerði sem fyrst og þá verði að gefa Seðlabankanum skýr skilaboð um að ríkisstjórnin ætlist til þess að bankinn vinni ekki gegn trúverðugleika efnahagsstefnunnar og gegn væntingum um lægri verðbólgu. Það gefi Seðlabankanum tækifæri til þess að komast úr sjálfheldu hárra vaxta en það veki von um að gengi krónunnar verði stöðugra og lægra en nú og þannig meira í takt við getu atvinnulífsins og stöðuna í viðskiptum við útlönd. Í framhaldinu þurfi að hefja sérstaka úttekt og endurskoðun á fyrirkomulagi stjórnar peningamála. Brýnt sé að niðurstaðan af slíkri vinnu geti eftir því sem við á fengið afgreiðslu með lagabreytingum þegar á haustþingi.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira