Lífið

Langar að ættleiða

Jessica Simpson efast um að hún afberi þrjár fæðingar og íhugar því að ættleiða börn.
Jessica Simpson efast um að hún afberi þrjár fæðingar og íhugar því að ættleiða börn. MYND/Getty

Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjölskyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar.

Ég þarf að athuga hversu sárt það er í fyrsta skiptið,“ sagði Simpson. Hana langar að ættleiða áður en hún fæðir sjálf börn.

Í sama viðtali sagðist söngkonan einnig vilja bjarga heiminum. Það væri draumur sem hefði lifað með henni frá barnæsku. Simpson sagðist halda að hún myndi enda á því að gera einhver góðverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.