Britney sættist við móður sína 8. október 2007 11:17 Britney og Lynne á góðri stundu MYND/Getty Í kjölfar þess að Britney Spears missti tímabundið forræði yfir sonum sínum tveimur mun hún hafa leitast eftir sáttum við móður sína. Spears og móðir hennar Lynne voru ávallt nánar en þær hættu að talast við í sumar eftir að Britney afhenti móður sinni bréf með særandi athugasemdum. Lynne mun þó hafa reynt að ná sambandi við dóttur sína undanfarið en alltaf komið að lokuðum dyrum. Nú mun Spears hafa gefið færi á sér og flaug móðir hennar rakleiðis til Los Angeles til að vera með Spears yfir helgina. Með í för var Jamie Lynn litla systir Spears. Lítið fór fyrir djammi hjá söngkonunni en þó dreif ýmislegt á daga hennar að venju. Þær systur fóru til dæmis á rúntinn til að kaupa sér skyndibitamat. Ljósmyndarar umkringdu bílinn þar sem þær sátu ógreiddar í íþróttagöllum og hámuðu í sig Taco. Þær komust hvorki lönd né strönd í lengri tíma og vissu ekki hvort þær áttu að gráta eða hlæja. Þá bauð Spears móður sinni og systur í villu sína í Malibu en á meðan var brotist inn á heimili hennar í Los Angeles og leikur grunur á að kynlífsmyndböndum hafi verið stolið. Britney á svo strangar vikur framundan en dómari hefur gefið henni fyrirmæli um að sækja þrjá tíma hjá fjölskylduráðgjafa ásamt Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni sínum, auk þess að fara í þrjá einkatíma. Þá þarf hún að gangast undir tvö lyfjapróf í viku fram til 26. október þegar hún á að mæta fyrir rétt. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Í kjölfar þess að Britney Spears missti tímabundið forræði yfir sonum sínum tveimur mun hún hafa leitast eftir sáttum við móður sína. Spears og móðir hennar Lynne voru ávallt nánar en þær hættu að talast við í sumar eftir að Britney afhenti móður sinni bréf með særandi athugasemdum. Lynne mun þó hafa reynt að ná sambandi við dóttur sína undanfarið en alltaf komið að lokuðum dyrum. Nú mun Spears hafa gefið færi á sér og flaug móðir hennar rakleiðis til Los Angeles til að vera með Spears yfir helgina. Með í för var Jamie Lynn litla systir Spears. Lítið fór fyrir djammi hjá söngkonunni en þó dreif ýmislegt á daga hennar að venju. Þær systur fóru til dæmis á rúntinn til að kaupa sér skyndibitamat. Ljósmyndarar umkringdu bílinn þar sem þær sátu ógreiddar í íþróttagöllum og hámuðu í sig Taco. Þær komust hvorki lönd né strönd í lengri tíma og vissu ekki hvort þær áttu að gráta eða hlæja. Þá bauð Spears móður sinni og systur í villu sína í Malibu en á meðan var brotist inn á heimili hennar í Los Angeles og leikur grunur á að kynlífsmyndböndum hafi verið stolið. Britney á svo strangar vikur framundan en dómari hefur gefið henni fyrirmæli um að sækja þrjá tíma hjá fjölskylduráðgjafa ásamt Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni sínum, auk þess að fara í þrjá einkatíma. Þá þarf hún að gangast undir tvö lyfjapróf í viku fram til 26. október þegar hún á að mæta fyrir rétt.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira