Lífið

Pamela aftur í hnapphelduna

Fregnir berast nú frá Las Vegas um að kynbomban Pamela Anderson hafi gifst Rick Salomon á laugardagkvöld ,á milli sýninga sinna á Las Vegas Strip. Hjúskaparheitin voru gefin á milli sýninganna á Hans Kloks The Beauty of magic þar sem Pamela leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Að sögn viðstaddra var Pamela klædd í hvítt gallabuxnadress frá Valentino. "Hæ ég var að gifast", mun Pamela hafa sagt áhorfendum sínum á seinni sýningunni um kvöldið. Salomon hefur helst unnið sér til frægðar að hafa gert klámmyndband með Paris Hilton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.