Innlent

Búist við að viðgerð ljúki eftir hádegi

Starfsmenn Orkuveitunnar vinna nú hörðum höndum við að koma heitavatninu á í Breiðholti.
Starfsmenn Orkuveitunnar vinna nú hörðum höndum við að koma heitavatninu á í Breiðholti.

Enn er heitavatnslaust í stórum hluta Hólahverfis í Breiðholti. Viðgerð stendur yfir og segja Orkuveitumenn hana ganga vel. Búist er við að heitavatnið verði komið á eftir hádegi.

Þær götur sem um ræðir eru Blikahólar, Deppluhólar, Dúfnahólar, Erluhólar, Gaukshólar og Fýlshólar, auk Arahóla, Álftahóla, Hrafnhóla og Haukshóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×