Stefanía og stimpilgjöldin Björgvin G. Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2007 18:56 Umræðan Stimpilgjöld Stefanía Sigurðardóttir háskólanemi skrifar mér opið bréf í Fréttablaðinu í gær um íbúðarkaup og afnám stimpilgjalda. Ég vil nota það tækifæri sem svar til hennar gefur til að undirstrika stefnumið ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málum, ekki síst þar sem bréf hennar var bæði málefnalegt og vel lagt upp í alla staði. Þakka ég henni bréfið enda málefnið einkar brýnt nú. Stefanía spyr hvort stjórnvöld hyggist fella niður eða afnema stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán. Þetta séu ósanngjarnir skattar og gjöld sem bitni illa á ungu fólki sem ræðst í það mikla verkefni að kaupa sér húsnæði. Svarið við því er já og undir þessa skoðun Stefaníu tek ég heils hugar. Á dögunum kynnti viðskiptaráðuneytið stefnumörkun og nýja sókn í neytendamálum. Þar var efst á blaði yfir brýnustu verkefni í nánustu framtíð að afnema stimpilgjöld. Afnám þeirra er boðað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda eitt af okkar stærstu baráttumálum síðastliðin misseri. Stimpilgjöld eru ósanngjörn og dragbítur á eðlileg viðskipti. Skattur sem bitnar á þeim sem síst skyldi; ungu fólki sem er að kaupa sér fasteign. Því verða þau afnumin á kjörtímabilinu. Vonandi sem allra fyrst. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast er brýnast að afnema stimpilgjöld á kaupsamninga fyrstu íbúðarkaupenda. Nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir. Fjármálaráðherra sagði á dögunum að það þyrfti að sæta heppilegu lagi gagnvart þenslu í hagkerfi og á lánamarkaði við afnám stimpilgjalda. Ég tek heils hugar undir þetta sjónarmið, enda er lækkun stimpilgjalda á þensluskeiði fyrst og fremst til þess gerð að hækka fasteignaverð enn frekar og kemur íbúðakaupendum því að litlu gagni. Ég hef þó trú á því að fljótlega skapist lag til þess ef fer sem horfir að verulega hægist um á markaði með fasteignir. Það blasir hins vegar við að koma verður til móts við ungt fólk, tekjulága og íbúa landsbyggðarinnar við fasteignakaup. Þar kemur til kasta Íbúðalánasjóðs og hins opinbera. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vinnur að tillögum á þessu sviði. Við félagsmálaráðherra höfum einnig fundað um mögulegar úrbætur síðustu daga og er að vænta tillagna fljótlega. Ekki er tímabært að rekja hugsanlegar aðgerðir opinberlega á þessum tímapunkti. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræðan Stimpilgjöld Stefanía Sigurðardóttir háskólanemi skrifar mér opið bréf í Fréttablaðinu í gær um íbúðarkaup og afnám stimpilgjalda. Ég vil nota það tækifæri sem svar til hennar gefur til að undirstrika stefnumið ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málum, ekki síst þar sem bréf hennar var bæði málefnalegt og vel lagt upp í alla staði. Þakka ég henni bréfið enda málefnið einkar brýnt nú. Stefanía spyr hvort stjórnvöld hyggist fella niður eða afnema stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán. Þetta séu ósanngjarnir skattar og gjöld sem bitni illa á ungu fólki sem ræðst í það mikla verkefni að kaupa sér húsnæði. Svarið við því er já og undir þessa skoðun Stefaníu tek ég heils hugar. Á dögunum kynnti viðskiptaráðuneytið stefnumörkun og nýja sókn í neytendamálum. Þar var efst á blaði yfir brýnustu verkefni í nánustu framtíð að afnema stimpilgjöld. Afnám þeirra er boðað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda eitt af okkar stærstu baráttumálum síðastliðin misseri. Stimpilgjöld eru ósanngjörn og dragbítur á eðlileg viðskipti. Skattur sem bitnar á þeim sem síst skyldi; ungu fólki sem er að kaupa sér fasteign. Því verða þau afnumin á kjörtímabilinu. Vonandi sem allra fyrst. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast er brýnast að afnema stimpilgjöld á kaupsamninga fyrstu íbúðarkaupenda. Nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir. Fjármálaráðherra sagði á dögunum að það þyrfti að sæta heppilegu lagi gagnvart þenslu í hagkerfi og á lánamarkaði við afnám stimpilgjalda. Ég tek heils hugar undir þetta sjónarmið, enda er lækkun stimpilgjalda á þensluskeiði fyrst og fremst til þess gerð að hækka fasteignaverð enn frekar og kemur íbúðakaupendum því að litlu gagni. Ég hef þó trú á því að fljótlega skapist lag til þess ef fer sem horfir að verulega hægist um á markaði með fasteignir. Það blasir hins vegar við að koma verður til móts við ungt fólk, tekjulága og íbúa landsbyggðarinnar við fasteignakaup. Þar kemur til kasta Íbúðalánasjóðs og hins opinbera. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vinnur að tillögum á þessu sviði. Við félagsmálaráðherra höfum einnig fundað um mögulegar úrbætur síðustu daga og er að vænta tillagna fljótlega. Ekki er tímabært að rekja hugsanlegar aðgerðir opinberlega á þessum tímapunkti. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun