Styrkur til RÚV en þó ekki Þorgrímur Gestsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun