Styrkur til RÚV en þó ekki Þorgrímur Gestsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun