Vegur milli Þingvalla og Laugarvatns Jón Otti Jónsson skrifar 19. september 2007 05:00 Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun