Vegur milli Þingvalla og Laugarvatns Jón Otti Jónsson skrifar 19. september 2007 05:00 Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar