Vegur milli Þingvalla og Laugarvatns Jón Otti Jónsson skrifar 19. september 2007 05:00 Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun