Innlent

Tennur slegnar úr manni í átökum í nótt

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir skemmtanahald næturinnar. Ein líkamsárás var kærð eftir slagsmál í miðborginni og gékk þar einn lemstraður af velli, tveimur tönnum fátækari. Einn af gestum fangageymslu tengist því máli.

Þá voru fimm teknir fyrir að aka undir áhrifum og var einn þeirra settur til gistingar á bak við lás og slá. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra bar nóttin öll hefðbundin merki fyrstu helgarnætur eftir mánaðamót með sínum ólátum, pústrum og hefðbundinni ölvunarstemmningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×