Skólagjöld draga ekki úr brottfalli 21. júní 2007 04:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun