Átta ríkisprestar kæra 6. júní 2007 06:00 Ég hef verið ákærður fyrir lúterska hugsun og athæfi. Ég hef í anda Lúters barist fyrir því að komið verði á jafnræði trúfélaga og að samkynhneigðir megi njóta sömu réttinda og aðrir innan kirkjunnar. Fyrir þetta hef ég verið ákærður. Ákærugögnin eru predikanir mínar, greinaskrif og annað sem fjallar um þetta tvennt. Asninn, síra Geir Waage, nasisminn og gulliðSem forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík hef ég barist fyrir því að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Forstöðumenn annarra lúterskra fríkirkna eru sama sinnis og það er sannarlega í samhljóman við vilja meirihluta þjóðarinnar. Prestastefna þjóðkirkjunnar kolfelldi það mál. Síra Geir Waage líkti þar guðfræðilegri afstöðu manna til samkynhneigðar við afstöðu manna forðum til nasisma Hitlers. Hann hefur heldur ekki háar hugmyndir um fríkirkjufólk.Á kirkjuþingi 2001 líkti Síra Geir fríkirkjufólki við asna sem stendur hlaðinn gulli utan við borgarmúrana. Prestar, prófastar, biskupar sem prófessorar ræddu þessi mál sín á milli. Fjallað var um hvernig hægt væri að lokka asnann (fríkirkjufólk) inn fyrir borgarmúrinn (þjóðkirkjuna), ná gullinu (trúfélagsgjöld) af baki hans en senda asnann síðan aftur út fyrir borgarmúrinn þar sem hann ætti helst heima. Nú virðist enginn af þeim æðstu mönnum þjóðkirkjunnar sem þar voru og tóku þátt í umræðunni hafa fundið neitt að þessum líkingum.4 ákærendur í Hjalla – og DigraneskirkjumPrestar þar hafa nú nýverið þverbrotið siðareglur Prestafélagsins gagnvart fríkirkjufólki. Síðan hafa þeir ásamt talsmönnum biskupsstofu ítrekað fullyrt að um einangrað atvik hafi verið að ræða. Þær fullyrðingar eru ekki sannar. Það tilvik sem hér um ræðir er ekkert einsdæmi og vitni eru til staðar. Árið 2003 hvatti sjálfur formaður Prestafélags Íslands alla ríkislaunaða þjóðkirkjupresta til að nýta forréttindaaðstöðu sína og skrá sem flesta úr frjálsum trúfélögum inn í ríkiskirkjuna til að auka mismun trúfélaga enn meira. Siðlegt? Hobbíprestur á HofsósiEinn helsti talsmaður ákærenda virðist vera sr. Gunnar Jóhannesson prestur á Hofsósi. Hann hefur nægan tíma til að skrifar greinar um persónu mína, hvernig hann telur mig hafa rofið mitt vígsluheit gagnvart Guði með því að gagnrýna ríkiskirkjuna. Við öll, utanþjóðkirkjufólk meðtalið, greiðum honum dágóð ríkislaun með sköttum okkar, fyrir að veita aðeins um fimmhundruð manns prestsþjónustu. Sjálfur er ég í forsvari fyrir söfnuði sem brátt telur um átta-þúsund manns.Líklegast tekur það sr. Gunnar allnokkur ár að vinna þau verk sem ég vinn á örfáum mánuðum. Hann þarf ekki að vinna svo mikið því hann fær ríkislaun sín hvort sem er. Er þetta forsvaranlegt? Allt Skagafjarðarprófastsdæmi sem Hofsósprestur tilheyrir telur aðeins um 5000 manns og þar eru heilir 6 ríkislaunaðir prestar á dágóðum ríkislaunum! Hér er íslenska ríkið að sóa almannafé.Jafnræði trúfélaga – söfnuður greiði launSr. Gunnar á Hofsósi með allan þann frítíma sem hann nýtur í okkar boði, ætti trúar sinnar vegna að beita sér fyrir því að hann fái laun sín greidd frá þeim söfnuði sem hann þjónar. Það fyrirkomulag er biblíulegt og kristilegt. Það fyrirkomulag er evangelískt og lúterskt. Það er einnig í þágu neytenda ef menn vilja líta þannig á málið. Það er í anda þeirra annarra trúfélaga sem ríkiskirkjan hefur eftir hentugleikum viljað tengja sig við. Það er í anda gjörvallrar kristni bæði fyrr á öldum sem og í dag. Með því kæmist á jafnræði trúfélaga hér á landi.Þá ríktu loks þær forsendur lýðræðis og jafnræðis sem geta gefið evangelískri lúterskri kirkju myndugleika á ný. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur nú í fjögur og hálft ár hundsað erindi Fríkirkjunnar um þessi mál. Svar biskups er köld og hávær þögn. Það minnir á þann andlega hafís sem ískaldri og vonarsnauðri þoku stafar frá, svo að vitnað sé í hans eigin líkingar.Hversvegna ættum við Íslendingar að viðhalda hér löngu úreltu ríkiskirkjufyrirkomulagi sem hindrar framgang mannréttinda og engir aðrir vilja sjá?Hjörtur Magni Jóhannsson Forstöðumaður og prestur hinnar evangelísk - lútersku Fríkirkju í Reykjavík Nöfn ákærenda, ákæru og bréfaskriftir sem vísað er til má finna á frikirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið ákærður fyrir lúterska hugsun og athæfi. Ég hef í anda Lúters barist fyrir því að komið verði á jafnræði trúfélaga og að samkynhneigðir megi njóta sömu réttinda og aðrir innan kirkjunnar. Fyrir þetta hef ég verið ákærður. Ákærugögnin eru predikanir mínar, greinaskrif og annað sem fjallar um þetta tvennt. Asninn, síra Geir Waage, nasisminn og gulliðSem forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík hef ég barist fyrir því að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Forstöðumenn annarra lúterskra fríkirkna eru sama sinnis og það er sannarlega í samhljóman við vilja meirihluta þjóðarinnar. Prestastefna þjóðkirkjunnar kolfelldi það mál. Síra Geir Waage líkti þar guðfræðilegri afstöðu manna til samkynhneigðar við afstöðu manna forðum til nasisma Hitlers. Hann hefur heldur ekki háar hugmyndir um fríkirkjufólk.Á kirkjuþingi 2001 líkti Síra Geir fríkirkjufólki við asna sem stendur hlaðinn gulli utan við borgarmúrana. Prestar, prófastar, biskupar sem prófessorar ræddu þessi mál sín á milli. Fjallað var um hvernig hægt væri að lokka asnann (fríkirkjufólk) inn fyrir borgarmúrinn (þjóðkirkjuna), ná gullinu (trúfélagsgjöld) af baki hans en senda asnann síðan aftur út fyrir borgarmúrinn þar sem hann ætti helst heima. Nú virðist enginn af þeim æðstu mönnum þjóðkirkjunnar sem þar voru og tóku þátt í umræðunni hafa fundið neitt að þessum líkingum.4 ákærendur í Hjalla – og DigraneskirkjumPrestar þar hafa nú nýverið þverbrotið siðareglur Prestafélagsins gagnvart fríkirkjufólki. Síðan hafa þeir ásamt talsmönnum biskupsstofu ítrekað fullyrt að um einangrað atvik hafi verið að ræða. Þær fullyrðingar eru ekki sannar. Það tilvik sem hér um ræðir er ekkert einsdæmi og vitni eru til staðar. Árið 2003 hvatti sjálfur formaður Prestafélags Íslands alla ríkislaunaða þjóðkirkjupresta til að nýta forréttindaaðstöðu sína og skrá sem flesta úr frjálsum trúfélögum inn í ríkiskirkjuna til að auka mismun trúfélaga enn meira. Siðlegt? Hobbíprestur á HofsósiEinn helsti talsmaður ákærenda virðist vera sr. Gunnar Jóhannesson prestur á Hofsósi. Hann hefur nægan tíma til að skrifar greinar um persónu mína, hvernig hann telur mig hafa rofið mitt vígsluheit gagnvart Guði með því að gagnrýna ríkiskirkjuna. Við öll, utanþjóðkirkjufólk meðtalið, greiðum honum dágóð ríkislaun með sköttum okkar, fyrir að veita aðeins um fimmhundruð manns prestsþjónustu. Sjálfur er ég í forsvari fyrir söfnuði sem brátt telur um átta-þúsund manns.Líklegast tekur það sr. Gunnar allnokkur ár að vinna þau verk sem ég vinn á örfáum mánuðum. Hann þarf ekki að vinna svo mikið því hann fær ríkislaun sín hvort sem er. Er þetta forsvaranlegt? Allt Skagafjarðarprófastsdæmi sem Hofsósprestur tilheyrir telur aðeins um 5000 manns og þar eru heilir 6 ríkislaunaðir prestar á dágóðum ríkislaunum! Hér er íslenska ríkið að sóa almannafé.Jafnræði trúfélaga – söfnuður greiði launSr. Gunnar á Hofsósi með allan þann frítíma sem hann nýtur í okkar boði, ætti trúar sinnar vegna að beita sér fyrir því að hann fái laun sín greidd frá þeim söfnuði sem hann þjónar. Það fyrirkomulag er biblíulegt og kristilegt. Það fyrirkomulag er evangelískt og lúterskt. Það er einnig í þágu neytenda ef menn vilja líta þannig á málið. Það er í anda þeirra annarra trúfélaga sem ríkiskirkjan hefur eftir hentugleikum viljað tengja sig við. Það er í anda gjörvallrar kristni bæði fyrr á öldum sem og í dag. Með því kæmist á jafnræði trúfélaga hér á landi.Þá ríktu loks þær forsendur lýðræðis og jafnræðis sem geta gefið evangelískri lúterskri kirkju myndugleika á ný. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur nú í fjögur og hálft ár hundsað erindi Fríkirkjunnar um þessi mál. Svar biskups er köld og hávær þögn. Það minnir á þann andlega hafís sem ískaldri og vonarsnauðri þoku stafar frá, svo að vitnað sé í hans eigin líkingar.Hversvegna ættum við Íslendingar að viðhalda hér löngu úreltu ríkiskirkjufyrirkomulagi sem hindrar framgang mannréttinda og engir aðrir vilja sjá?Hjörtur Magni Jóhannsson Forstöðumaður og prestur hinnar evangelísk - lútersku Fríkirkju í Reykjavík Nöfn ákærenda, ákæru og bréfaskriftir sem vísað er til má finna á frikirkjan.is
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun