Ólga Össurar og söguskýringar Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2007 06:00 Mikinn fer Össur Skarphéðinsson í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verður ekki deilt hér á þessum vettvangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlögum krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Steingrímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburðarásina sólarhringana eftir kosningar því sérhver mun væntanlega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Á eftirminnilegum blaðamannafundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Framsókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylkingu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylkingar í sjónvarp og tjáði þjóðinni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammæltust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tækifærið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Össurar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R-listans, sem hann telur hafi stafað af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykjavíkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leikfléttu Össurar Skarphéðinssonar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátlegasta sinnar gerðar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlistans vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræðum um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttugasta og fimmta fundi komu fulltrúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna aðkomu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Samfylkingin vildi semja um kjörfylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfirgangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Íslands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. : Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikinn fer Össur Skarphéðinsson í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verður ekki deilt hér á þessum vettvangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlögum krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Steingrímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburðarásina sólarhringana eftir kosningar því sérhver mun væntanlega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Á eftirminnilegum blaðamannafundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Framsókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylkingu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylkingar í sjónvarp og tjáði þjóðinni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammæltust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tækifærið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Össurar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R-listans, sem hann telur hafi stafað af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykjavíkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leikfléttu Össurar Skarphéðinssonar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátlegasta sinnar gerðar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlistans vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræðum um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttugasta og fimmta fundi komu fulltrúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna aðkomu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Samfylkingin vildi semja um kjörfylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfirgangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Íslands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. : Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun