Vopnin kvödd 26. maí 2007 06:00 Nú er rétt um mánuður síðan félagið Keilir var stofnað. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið framar björtustu vonum. S.l. laugardag komu t.d. 15-17 þúsund manns á opinn dag til að kynna sér fyrirhugað starf Keilis og aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Verkefni Keilis er harla óvenjulegt, þ.e. að gæða yfirgefið þorp lífi þar sem hundruð glæsilegra íbúða, skóla, verslana, afþreyingarmiðstöðva og atvinnuhúsnæðis bíða þess eins að fá nýtt hlutverk í nýju samfélagi. Fagna ber þeirri ákvörðun að leggja upp með áherslur á menntun. Keilir er sem sagt nýjasta viðbótin í skólaflóru okkar Íslendinga. Félagið er í eigu fjölmargra fyrirtækja og stofnana þar sem Háskóli Íslands er stærsti hluthafinn. Ætlunin er að hefja kennslu í frumgreinadeild og mæta þar með mikilli þörf á svæðinu. Þá verður og kennt á háskólastigi og svonefndum fagháskóla – starfstengdu námi er teygir sig bæði inn á framhaldsskóla og háskóla. Segja má að lengi hafi verið kallað eftir starfstengdu námi á þessu skólastigi. Í framtíðinni er stefnt að kennslu innan vébanda Keilis á fjölmörgum sviðum á vegum atvinnulífsins, s.s. Flugakademíu, Kvikmyndakademíu, Lista-og afþreyingasviði, öryggissviði o.s.frv. Keilir mun til að byrja með leggja áherslu á fimm klasa: orku- og umhverfisklasa, samgöngur, öryggismál, heilbrigðis- og íþróttaklasa, listir og afþreyingu. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri, sagði við vígsluna að í stað varnarliðs kæmi nú sóknarlið á Völlinn. Eru það orð að sönnu því hvergi er sókn jafn árangursrík sem á sviði menntunar. Keilir mun hafa milligöngu um útleigu glæsilegra nemendaíbúða fyrir sína nemendur og nemendur háskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Vinnst þar tvennt: Gengið er á langan biðlista eftir nemendaíbúðum í Reykjavík en samhliða verður hraðað uppbyggingu innviða fyrir skólaþorpið á Vellinum. Í haust er þannig stefnt að því að opna leikskóla, verslun, veitingahús, háskólakrá, kaffihús, heilbrigðisþjónustu og aðrir þá þætt sem heilbrigt samfélag þarf á að halda. Ákvörðun um stofnun Keilis og uppbyggingu háskólasamfélags á Vellinum er sögulegt framfaraspor. Höfundur forstöðumaður fagskóla Keilis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú er rétt um mánuður síðan félagið Keilir var stofnað. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið framar björtustu vonum. S.l. laugardag komu t.d. 15-17 þúsund manns á opinn dag til að kynna sér fyrirhugað starf Keilis og aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Verkefni Keilis er harla óvenjulegt, þ.e. að gæða yfirgefið þorp lífi þar sem hundruð glæsilegra íbúða, skóla, verslana, afþreyingarmiðstöðva og atvinnuhúsnæðis bíða þess eins að fá nýtt hlutverk í nýju samfélagi. Fagna ber þeirri ákvörðun að leggja upp með áherslur á menntun. Keilir er sem sagt nýjasta viðbótin í skólaflóru okkar Íslendinga. Félagið er í eigu fjölmargra fyrirtækja og stofnana þar sem Háskóli Íslands er stærsti hluthafinn. Ætlunin er að hefja kennslu í frumgreinadeild og mæta þar með mikilli þörf á svæðinu. Þá verður og kennt á háskólastigi og svonefndum fagháskóla – starfstengdu námi er teygir sig bæði inn á framhaldsskóla og háskóla. Segja má að lengi hafi verið kallað eftir starfstengdu námi á þessu skólastigi. Í framtíðinni er stefnt að kennslu innan vébanda Keilis á fjölmörgum sviðum á vegum atvinnulífsins, s.s. Flugakademíu, Kvikmyndakademíu, Lista-og afþreyingasviði, öryggissviði o.s.frv. Keilir mun til að byrja með leggja áherslu á fimm klasa: orku- og umhverfisklasa, samgöngur, öryggismál, heilbrigðis- og íþróttaklasa, listir og afþreyingu. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri, sagði við vígsluna að í stað varnarliðs kæmi nú sóknarlið á Völlinn. Eru það orð að sönnu því hvergi er sókn jafn árangursrík sem á sviði menntunar. Keilir mun hafa milligöngu um útleigu glæsilegra nemendaíbúða fyrir sína nemendur og nemendur háskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Vinnst þar tvennt: Gengið er á langan biðlista eftir nemendaíbúðum í Reykjavík en samhliða verður hraðað uppbyggingu innviða fyrir skólaþorpið á Vellinum. Í haust er þannig stefnt að því að opna leikskóla, verslun, veitingahús, háskólakrá, kaffihús, heilbrigðisþjónustu og aðrir þá þætt sem heilbrigt samfélag þarf á að halda. Ákvörðun um stofnun Keilis og uppbyggingu háskólasamfélags á Vellinum er sögulegt framfaraspor. Höfundur forstöðumaður fagskóla Keilis.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar